Þjótandi leggur rafstreng á Kili

Bláfellsháls. Ljósmynd/RARIK

Þjótandi ehf hefur hafið lagningu 24kV rafstrengs fyrir RARIK frá Geldingafelli á Bláfellshálsi að Kerlingafjöllum og Hveravöllum.

Verkefnið var kynnt í byrjun sumars undir heitinu „Orkuskipti á Kili“. Um er að ræða jarðstreng sem liggur um 58 km leið að Hveravöllum, að mestu meðfram Kjalvegi, og um 9 km frá Kjalvegi að Kerlingafjöllum, samtals 67 km. Samhliða strenglögninni verður plægður niður ljósleiðari.

Þjótandi var lægstbjóðandi með tilboð upp á 74,9 milljónir króna. Ingileifur Jónsson bauð 75 milljónir, Austfirskir verktakar hf 96,8 milljónir og Línuborun 113,8 milljónir króna.

Rafstrengur lagður frá Bláfellshálsi að Hveravöllum

Fyrri greinMatreiðslumeistarar framtíðarinnar heimsóttu sunnlensk garðyrkjubýli
Næsta greinAlgengur flækingur með haustlægðunum