Fyrstu réttir um næstu helgi

Í Hrunaréttum. Ljósmynd/Hjalti Snær Helgason

Fyrstu fjárréttir á Suðurlandi hefjast um næstu helgi. Á föstudag verður réttað í Fossrétt, Hrunaréttum og Skaftholtsréttum.

Síðustu réttir sumarsins verða 26. september þegar réttað verður í Selvogsrétt og Austur-Landeyjaréttum.

Fjárréttir verða með öðrum brag en fyrri ár vegna kórónu­veiru­faraldursins. Vegna smitvarna og fjölda­takmarkana eru allir hvattir til að kynna sér vinnulag á hverjum stað áður en haldið er til rétta. Listinn hér fyrir neðan er af vef Bændablaðsins.

Fossrétt á Síðu föstudaginn 10. sept.
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi föstudaginn 10. sept. kl. 10.00
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi föstudaginn 10. sept. kl. 11.00
Tungnaréttir í Biskupstungum laugardaginn 11. sept. kl. 9.00
Reykjaréttir á Skeiðum laugardaginn 11. sept. kl. 9.00
Skaftárrétt laugardaginn 11. sept. kl. 9.00

Haldréttir í Holtamannaafrétti sunnudaginn 12. sept. kl. 9.00
Þóristunguréttir, Holtamannaafr. sunnudaginn 12. sept. kl. 9.00
Laugarvatnsrétt sunnudaginn 12. sept. um kl. 15.00
Fjallrétt við Þórólfsfell mánudaginn 13. sept.

Grafarrétt í Skaftártungu laugardaginn 18. sept.
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum laugardaginn 18. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardaginn 18. sept. kl. 11.00
Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardaginn 18. sept. kl. 14.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardaginn 18. sept. kl. 15.00

Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð sunnudaginn 19. sept.
Vestur-Landeyjaréttir við Forsæti sunnudaginn 19. sept.
Ölfusrétt í Reykjadal sunnudaginn 19. sept. kl. 15.00
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit sunnudaginn 19. sept. kl. 17.00

Grafningsrétt í Grafningi mánudaginn 20. sept. kl. 10.00
Landréttir við Áfangagil fimmtudaginn 23. sept. kl. 12.00
Selvogsrétt í Selvogi sunnudaginn 26. sept. kl. 9.00
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga sunnudaginn 26. sept. kl. 14.00

Fjöldatakmarkanir rýmkaðar í réttum

Fyrri greinVegum lokað vegna Skaftárhlaups
Næsta grein24 í einangrun á Suðurlandi