E.coli bakteríur í neysluvatni á Klaustri

Kirkjubæjarklaustur.

Við sýnatökur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hefur komið í ljós að neysluvatn Vatnsveitunnar Kirkjubæjarklaustri uppfyllir ekki reglugerð um vatnsgæði þar sem greinst hafa E.coli bakteríur í vatninu.

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er ekki talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn.

Vatnsveitan mun í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vinna að endurheimtingu neysluvatnsgæða og munu notendur upplýstir um gæði vatnsins jafnóðum.

Sýnataka var endurteknin í gær, fimmtudag, og beðið verður niðurstaðna úr þeim greiningum þar til næstu ákvarðanir í málinu verða teknar en vænta má að fleiri sýni verði tekin.

TENGDAR FRÉTTIR:

Ráðlegt að sjóða neysluvatn á Klaustri

Fyrri greinÓlafur safnaði gulli og metum á meistaramóti öldunga
Næsta greinNjálurefillinn fær 25 milljón króna styrk frá ríkisstjórn Íslands