Þór tapaði fyrir Val – mæta Tindastóli í úrslitakeppninni

Nikolas Tomsick skoraði 22 stig í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði 96-87 gegn Val á útivelli í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn hafði litla þýðingu fyrir liðin en fyrir hann var ljóst að Þórsarar yrðu í 6. sæti og Valur var ekki í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Með sigrinum lyftu þeir sér uppfyrir Hauka í 9. sætið.

Valsmenn höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu 49-37 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafnari og á lokakaflanum minnkuðu Þórsarar forskot heimamanna aðeins.

Eftir leiki kvöldsins er ljóst að Þór mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni deildarinnar og hafa Stólarnir heimavallarréttinn. Fyrsti leikur liðanna verður á Sauðárkróki föstudaginn 22. mars og leikur tvö í Þorlákshöfn mánudaginn 25. mars.

Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 37/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jaka Brodnik 17/11 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Kinu Rochford 11/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7, Davíð Arnar Ágústsson 2/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 2/5 fráköst.

Tindastóll(3)-Þór Þ.(6)
Leikur 1 – 22. mars Tindastóll-Þór Þ. kl. 19:15
Leikur 2 – 25. mars Þór Þ.-Tindastóll kl. 19:15
Leikur 3 – 28. mars Tindastóll-Þór Þ. kl. 19:15
Leikur 4 – 30. mars Þór Þ.-Tindastóll leiktími ákveðinn síðar
Leikur 5 – 1. apríl Tindastóll-Þór Þ. leiktími ákveðinn síðar

Fyrri greinValgerður sæmd æðsta heiðursmerki ÍSÍ
Næsta greinDagný María og Elvar Örn íþróttafólk HSK 2018