Stemningin magnast á Selfossi

Stuðningsmenn Selfoss undirbúa sig fyrir bikarleikinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nú þegar eru tveir klukkutímar í úrslitaleik Selfoss og KR í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu er stemningin heldur betur farin að magnast á Selfossi.

Stuðningsmenn Selfoss hittust fyrir utan Hótel Selfoss klukkan eitt í dag til þess að hita upp fyrir leikinn, grilla og hlusta á góða tónlist. Það var létt yfir fólki og menn eru bjartsýnir á sigur í leiknum og núna klukkan þrjú ætla stuðningsmennirnir að fylla nokkrar rútur frá Guðmundi Tyrfingssyni og bruna á Laugardalsvöllinn.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og enn er hægt að kaupa miða á tix.is. Þetta er í þriðja skiptið sem Selfoss leikur til úrslita í bikarkeppninni og markmið liðsins er að koma með bikarinn yfir brúna í fyrsta skipti í kvöld.

Fyrri greinValur og ÍBV leika til úrslita
Næsta greinSelfyssingar bikarmeistarar í fyrsta sinn