Mönnunarvandinn á Krakkaborg leystur

Leikskólinn Krakkaborg. Ljósmynd/Flóahreppur

Mönnunarvandi í leikskólanum Krakkaborg hefur verið leystur. Tekist hefur að manna leikskólann þannig að hægt er að opna allar deildir og taka á móti nýjum nemendum í aðlögun.

Fulltrúar T-listans í sveitarstjórn spurðust fyrir um málið á síðasta fundi og fengu þessi svör.

Sveitarstjóri og leikskólastjóri hafa rætt saman um möguleika á mótun aðgerðaráætlunar með það að markmiði að auka hlutfall fagmenntaðra starfsmanna til lengri tíma og samþykkti sveitarstjórn að fela fræðslunefnd Flóahrepps að hefja þá vinnu í vetur í samráði við leikskólastjóra.

„Það er áfram skýr vilji sveitarstjórnar Flóahrepps að reynt sé að taka á móti börnum að loknum rétti til töku fæðingarorlofs en sú þjónusta veltur ávallt á því að hægt sé að manna leikskólann. Ekki er um lögbundna þjónustu að ræða heldur er það ákvörðun sveitarstjórnar að veita þessa þjónustu,“ segir í bókun sveitarstjórnar

Fyrri greinÞrír garðar í Ölfusinu verðlaunaðir
Næsta greinLoksins sigur hjá Selfyssingum