Lárus framlengir til þriggja ára

(F.h.) Davíð, Lárus og Emil ásamt Ágústi Erni Grétarssyni, stjórnarmanni og aðstoðarþjálfara. Ljósmynd/Þór

Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Þorlákshafnarliðið til þriggja ára.

Þórsarar hafa verið duglegir við að koma bleki á pappír því heimamennirnir Davíð Arnar Ágústsson og Emil Karel Einarsson framlengdu einnig samninga sína og munu spila næstu tvö leiktímabil með Þórsurum.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Þórsara sem tryggðu sér í vikunni sæti í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar eftir brösulega byrjun í vetur.

Fyrri greinÁrborg og KFR áfram í Lengjubikarnum
Næsta greinSelfoss tapaði stórt í Eyjum