Jólasýningin ómissandi á aðventunni

Jólasýningar fimleikadeildarinnar eru litríkar og skemmtilegar. Ljósmynd/Inga Heiða

Hin árlega jólasýning fimleikadeildar Selfoss verður laugardaginn 11.desember. Yfirskrift sýningarinnar að þessu sinni er Jól í Ævintýralandi.

Tvær sýningar verða að þessu sinni, klukkan 10 og klukkan 12. Allir iðkendur deildarinnar taka þá í sýningunni sem fyrir marga er sýningin algjörlega ómissandi þáttur á aðventunni. Alls taka tæplega 300 börn á aldrinum 4 ára til 18 ára þátt í sýningunni.

Miðasala fyrir sýninguna fer fram á tix.is og þurfa allir sýningargestir, 6 ára og eldri, að sýna fram á neikvætt PCR eða hraðpróf, eða jákvætt COVID-19 smit, 14-180 daga gömlu. Til að auðvelda fólki að komast í hraðpróf hefur fimleikadeildin skipulagt auka skimun sem verður í Vallaskóla á fimmtudag og föstudag.

Fyrri greinGuðni þakkaði hlý orð í sinn garð
Næsta greinHugleiðingar Vilborgar í Risinu