Hamar tapaði á Hornafirði

Hamarskonur náðu í stig í dag. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarskonur héldu austur á Hornafjörð í dag og mættu þar Sindra í 2. deild kvenna í knattspyrnu.

Júlíana Chipa kom Hamri yfir á 21. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Sindrakonur komu til baka í seinni hálfleik og Megan Warner náði að jafna metin um miðjan seinni hálfleikinn. Gabriela Maldonado átti svo síðasta orðið en hún tryggði Sindra 2-1 sigur með marki fjórum mínútum fyrir leikslok.

Hamar er í 7. sæti 2. deildarinnar með 10 stig, en Sindri er nú einu sæti neðar með 9 stig.

Fyrri greinGríðarlega mikilvæg stig til Selfoss
Næsta greinStrandhreinsun við Eyrarbakka á laugardag