Göngumaður fór á mis við félaga sína

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn sunnudag hóf lögregla eftirgrennslan eftir göngumanni í nágrenni Geitafells í Ölfusi.

Göngumaðurinn hafði lagt upp frá vatnsverksmiðjunni í Ölfusi og hugðist ganga til móts við gönguhóp við Geitafell, en skilaði sér ekki þangað. Um það leiti sem kalla átti björgunarsveitir til leitar kom maðurinn fram og hafði hann farið á mis við hópinn.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út síðastliðið fimmtudagskvöld til þess að leita að dreng sem hafði ekki skilað sér á heimili sitt í uppsveitum Árnessýslu. Drengurinn skilaði sér af sjálfsdáðum heim um klukkutíma eftir að eftirgrennslan hófst og var leitin því afturkölluð.

Fyrri greinFjögur sækja um embætti skólameistara
Næsta greinDímon-Hekla Íslandsmeistari í 3. deild