Helgi Sigurður Haraldsson var kosinn nýr formaður Ungmennafélags Selfoss í síðustu viku. Helgi er enginn nýliði í íþróttahreyfingunni en hann hefur verið formaður frjálsíþróttadeildar Selfoss í rúma tvo áratugi og sinnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Frjálsíþróttasamband Íslands, sem gerði hann einmitt að heiðursfélaga sambandsins á dögunum. Helgi er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Helgi Sigurður Haraldsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 9. júlí 1967 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Giftur Sigríði Önnu Guðjónsdóttur. grunnskólakennara. Eigum börnin Jóhönnu Bríeti og Hjalta Snæ, tengdason og þrjú barnabörn.
Menntun: Stúdent af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Atvinna: Svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi með aðsetur á Selfossi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Lesið margar góðar, sem ég man nú ekki nöfnin á lengur, en sú sem er efst í huga mér er Samvinnusaga Suðurlands eftir Guðjón Friðriksson, sem er í fjórum bindum og mögnuð lýsing á uppbyggingu og framförum á Suðurlandi á síðustu öld.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Um land allt.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Vorið, þegar allt er að lifna við eftir veturinn.
Besta líkamsræktin: Vinnan.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Kótilettur í raspi.
Við hvað ertu hræddur: Ekkert.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Klukkan sex á virkum dögum, eitthvað seinna um helgar.
Hvað gerir þú til að slaka á: Sest fyrir framan sjónvarpið og horfi á eitthvað tilgangslaust efni sem skilur ekkert eftir sig.
Hvað finnst þér vanmetið: Sjálfboðaliðastarf. Öll sú mikla vinna sem sjálfboðaliðar leggja á sig í ýmsum störfum, hvort heldur er fyrir íþróttahreyfinguna eða aðrar hreyfingar og félög.
En ofmetið: Svokallaðir áhrifavaldar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Ríðum sem fjandinn með Reiðmönnum vindanna.
Besta lyktin: Lyktin af nýslegnu grasi.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Vertu heiðarlegur.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Sveitin mín, Hrunamannahreppur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Hroki og merkilegheit.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Man sem betur fer ekki eftir neinu sérstöku.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Stendur engin sérstök uppúr í þeim hópi.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag, hver þá: Það er ekki prenthæft, hver og afhverju.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Stoppa ójöfnuð í heiminum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég hef keppt í 4×100 metra boðhlaupi á héraðsmóti HSK.
Mesta afrek í lífinu: Eignast börnin mín og koma þeim til manns.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Fram um 20 ár og sjá hvernig samfélagið hefur þróast.
Lífsmottó: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Skemmta mér með Oddfellowbræðrum og hjálpa tengdó í garðinum.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinDýrmætasta auðlindin
Næsta greinEflum Hrunamannahrepp með drífandi fólki