Kraftlyftingamaðurinn Ægir Ólafsson var einn liðsmanna Íþróttafélagsins Suðra sem keppti fyrir Íslands hönd á Heimsleikum Special Olympics fyrr í mánuðinum. Ægir notaðist við hjólastól á heimsleikunum og allt ætlaði um koll að keyra hjá áhorfendum þegar hann steig upp úr stólnum til þess að taka sínar lyftur. Myndbönd af Ægi fóru eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og settu samfélagsmiðla á hliðina. Ægir er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Sigurjón Ægir Ólafsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 25. mars 1982 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Einhleypur.
Menntun: Starfsbraut frá FSu.
Atvinna: Vinn á VISS, vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Grafarþögn eftir Arnald Indriðason.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sons of Anarchy.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ace Ventura: Pet Detective.
Te eða kaffi: Kaffi, drekk ekki te nema ég sé veikur.
Uppáhalds árstími: Haustið er alltaf fallegt.
Besta líkamsræktin: Kraftlyftingar.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Kjúklingabringur í airfriernum mínum.
Við hvað ertu hræddur: Hákarla.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Mjög misjafnt. Frá klukkan 8 til 11.
Hvað gerir þú til að slaka á: Leggst upp í sófa.
Hvað finnst þér vanmetið: Viljastyrkur. Oft er búið að ákveða að eitthvað sé ekki hægt áður en það er búið að reyna á það. Eins og til dæmis að ég ætti ekki að geta lyft þungum lóðum. En þegar viljastyrkurinn er mikill þá er allt hægt. Þannig horfi ég á erfiðar aðstæður eða erfið verkefni.
En ofmetið: Kettir og Manchester Utd.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: I Gotta Feeling með Black Eyed Peas.
Besta lyktin: Lavender.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Taka úr þvottavélinni.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Brosa framan í lífið.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mörtunga 2 í Skaftárhrepp, rétt fyrir austan Klaustur þar sem ég ólst upp.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Nöldur og óheiðarleiki. Og þegar Liverpool tapar leik.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Hef lent í þó nokkrum neyðarlegum atvikum en ég fer nú bara alltaf að hlægja svo mér líður sjaldnast vandræðalega.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði að verða veðurfréttamaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ari Eldjárn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Michael Jordan, af því að hann er geitin.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi gefa öllum súkkulaði Royal búðing.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég trúi á álfa og huldufólk.
Mesta afrek í lífinu: Að hafa farið og keppt á Special Olympics.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Fara fram í tímann og sjá vinningstölurnar í Eurojackpot og koma svo aftur og spila með.
Lífsmottó: Koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Ekkert sérstakt planað, bara hafa það gott.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinUnnur og Skafti fengu menningarverðlaun Hveragerðis
Næsta greinDamian og Tomek aftur í Hamar