Á 17. júní var Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Mikið hefur mætt á viðbragðsaðilum í Vestur-Skaftafellssýslu á undanförnum mánuðum og stór mannskæð slys orðið á þjóðvegum sýslunnar og er Auðbjörg svo sannarlega vel að orðuveitingunni komin fyrir sín störf á vettvangi.

Fullt nafn: Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 31. október 1978 á Landspítalanum við Hringbraut.
Fjölskylduhagir: Maki Bjarki Vilhjálmur Guðnason. Saman eigum við þrjú börn; Maríanna Katrín 15 ára, Bríet Sunna 9 ára og Kristófer Gunnar 7 ára. Erum öll búsett á Maríubakka í Skaftárhreppi, æskuheimili Bjarka.
Menntun: Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi, Bs í hjúkrunarfræði, cand. obst. í ljósmóðurfræði, diplóma í mannauðsstjórnun, MA nemi, EMT-I sjúkraflutningamaður.
Atvinna: Hjúkrunarstjóri á heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri.
Besta bók sem þú hefur lesið: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes. Hef lesið hana nokkrum sinnum, betri og betri með hverju skiptinu.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: Criminal Minds kemur upp í hugann, annars finnst mér mest gaman af vönduðum breskum eða skandinavískum spennuþáttum.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Æjji ég veit ekki, er yfirleitt í basli með að halda út heila mynd en mér – dettur í hug Love Actually – virðist vera hluti af lífinu í desember.
Te eða kaffi: Ojbara – bæði óþverri. Vatn er best.
Uppáhalds árstími: Síðsumar og haustið.
Besta líkamsræktin: Göngur og hjólreiðar, gott fyrir líkama og sál.
Hvaða rétt ertu best að elda: Get eldað ýmislegt skammlaust.
Við hvað ertu hræddur: Að missa börnin mín og heilsubrest.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Það fer eftir verkefnum, en sjö er heilög tala ekki satt?
Hvað gerir þú til að slaka á: Undanfarið hefur mér fundist vera að afslöppun í því að sauma innkaupapoka fyrir pokastöðina í Skaftárhreppi úr textíl sem annars hefði verið hent. En annars finnst mér líka afslappandi að stússast í þvotti eða í glugga í bók.
Hvað finnst þér vanmetið: Agi.
En ofmetið: Útlit.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Sálin hans Jóns míns kemur mér alltaf í stuð.
Besta lyktin: Nýslegið gras.
Bað eða sturta: Sturta ekki spurning.
Leiðinlegasta húsverkið: Púff, hver sagði að húsverk væru skemmtileg? Án efa þá er
langleiðinlegast að hreinsa niðurfallið í sturtunni.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Vanda mig við allt sem ég geri.
Nátthrafn eða morgunhani: Fer svosem bara eftir því hvað hentar.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég er svo lánsöm að búa í fallegri sveit þar sen eldur og ís mætast. Ég hef víða farið hérlendis sem erlendis en  það er líklega ekkert sem jafnast á við fjölbreytta náttúru Íslands.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óheiðarleiki og aumingjagangur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þau eru þó nokkur en sem betur fer hefur fennt yfir þau!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Fyrsta plan sem ég man eftir var flugmaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Af öllum öðrum ólöstuðum þá þykir mér Ingibjörg Þórðardóttir, Imba vinkona mín, vera gleðisprengja sem gefur lífinu svo sannarlega lit.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég hef aldrei velt þessu fyrir mér og veit ekki svarið.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Sennilega Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Einn dagur er alltof lítið fyrir mig, sennilegast eitthvað heimsbætandi.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég lærði einu sinni  að spila á selló.
Mesta afrek í lífinu: Að ganga með þrjú börn og fæða.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Væri til í að vera ljósmóðir í sveitunum í gamla daga, án efa verið lærdómsríkt, í senn gefandi og krefjandi.
Lífsmottó: Það eru alltaf lausnir.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Um helgina er ég á bakvakt í sveitasælunni.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSelfoss aftur á toppinn
Næsta greinHákon keppir á Evrópuleikunum