Védís Huld Sigurðardóttir frá Sunnuhvoli í Ölfusi var útnefnd íþróttamaður Ölfuss 2018 við hátíðlega athöfn á milli jóla og nýárs. Hún keppir fyrir Hestamannafélagið Sleipni á Selfossi og var því einnig tilnefnd sem íþróttamaður Árborgar. Védís Huld náði frábærum árangri á Norðurlandameistaramótinu í hestaíþróttum síðasta sumar þar sem hún varð fimmfaldur Norðurlandameistari á Krapa frá Fremri-Gufudal og fékk einnig sérstök verðlaun fyrir glæsilega reiðmennsku – já, og svo á hún afmæli í dag!

Fullt nafn: Védís Huld Sigurðardóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 5. janúar 2004, Selfossi.
Fjölskylduhagir: Ég bý hjá foreldrum mínum Önnu Björgu Níelsdóttur og Sigurði Sigurðssyni, ásamt eldri systur minni Glódísi Rún svo á ég líka eldri bróðir Arnar Bjarka.
Menntun: Er að taka 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Hveragerði.
Atvinna: Grunnskólanemi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Harry Potter.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Twilight.
Te eða kaffi: Hvorugt. En uppáhalds drykkurinn er epla Toppur.
Uppáhalds árstími: Sumar.
Besta líkamsræktin: Að fara á hestbak.
Hvaða rétt ertu best að elda: Taco.
Við hvað ertu hrædd: Rússíbana.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 07:30.
Hvað gerir þú til að slaka á: Fer í reiðtúr.
Hvað finnst þér vanmetið: Að ríða hesti til afkasta.
En ofmetið: Að hafa fisk í matinn.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Gaggó Vest.
Besta lyktin: Hestalykt.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að þurrka af.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ríddu hestinum þinum góðum þá verður hann flottur.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Hólar í Hjaltadal, er þar oft á hestamótum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Smjatt.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Hef ekki lent í einhverju neyðarlegu sem ég man sérstaklega eftir.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Ég ætla að verða hestakona.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Nils Christian Larsen.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag: Vampíra, þær eru nettar.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Snapchat.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Peace on Earth.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Það þurfti að sauma 52 spor í fótinn á mér eftir að ég datt af hestbaki.
Mesta afrek í lífinu: Að verða fimmfaldur Norðurlandameistari.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Að fara aftur í tímann í Villta Vestrið.
Lífsmottó: Hakuna Matata.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Ég ætla að halda uppá afmælið mitt.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinLandeigendur á áhrifasvæði flugvallar í Flóanum boðaðir á fund
Næsta greinHamar sigraði í stigakeppninni