Selfyssingurinn Janus Daði Smárason er einn af strákunum okkar á Evrópumeistaramótinu í handbolta og síðastliðinn fimmtudag átti frábæran leik gegn heimamönnum í Þýskalandi. Janus Daði leikur með Evrópumeisturum Magdeburg í Þýskalandi í vetur en hann samdi nýverið við ungverska stórliðið Pick Szeged og gengur til liðs við það næsta sumar. Janus Daði er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Janus Daði Smárason.
Fæðingardagur, ár og staður: Fæddur 1. janúar 1995 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Kærastan mín heitir Embla Jónsdóttir.
Hverra manna ertu: Pabbi minn er Smári Rafn Haraldsson sem er alinn upp í Austur-Húnavatnssýslu og móðir mín er Guðrún Herborg Hergeirsdóttir, uppalin Fossari af Birkivöllum 24.
Menntun: Ég er útskrifaður úr framhaldsskóla.
Atvinna: Atvinnumaður i handbolta.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég les ekki mikið en Hobbitinn er skemmtilegasta bókin sem ég hef lesið.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders eru uppáhalds, ásamt Fóstbræðrum.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ég get alltaf horft á The Gladiator.
Te eða kaffi: Uppáhellt kaffi.
Uppáhalds árstími: Jólin.
Besta líkamsræktin: Innanhúss fótbolti.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Ég kann best við mig á grillinu.
Við hvað ertu hræddur: Ég get orðið smeykur við geitunga.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Milli 8 og 9.
Hvað gerir þú til að slaka á: Spila tölvuleiki eða fer út á golfvöll.
Hvað finnst þér vanmetið: Sjoppusamloka með hangikjöti og baunasalati og malt.
En ofmetið: Að búa í Hveragerði.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Nákvæmlega með Skímó. Eða bara flest allt með Skímó.
Besta lyktin: Þegar ég kemst heim til mömmu í nýbakað bakkelsi.
Bað eða sturta: Ég fer nánast aldrei í bað en ætla að kjósa heitasta pottinn í Sundhöll Selfoss.
Leiðinlegasta húsverkið: Að brjóta saman sokka er drepleiðinlegt.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: “Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.” –John Wooden.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég hef aldrei verið morgunhani en er að færast í áttina að því.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Íþróttahúsið i Vallaskóla, þéttsetið með gamla græna dúknum á.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Vandræðagangur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég man það ekki en ég á félaga sem hjólaði á bílinn sinn sem var lagt í innkeyrslunni hjá honum. Það er frekar klaufalegt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Atvinnumaður í fótbolta eða handbolta.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Fanney Svansdóttir, frænka mín, er mjög sniðug.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Það skiptir ekki máli hvaða leikmaður ég væri en ég væri til í að skora sigurmarkið fyrir Manchester United á Old Trafford, helst á móti Liverpool.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Ég hef eytt allt of mörgum klukkutímum á Youtube.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ætli það færi ekki bara allt í steik?
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég lærði á slagverk í tónlistarskólanum í 3 ár og hef spilað á ófáum tónleikum á allskyns hljóðfæri.
Mesta afrek í lífinu: Ætli það sé ekki að vera það heppinn að fá að vinna við það að spila handbolta.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég færi aftur í tímann og næði að upplifa rúntmenninguna þegar hún var sem mest á Selfossi.
Lífsmottó: Að skipta mínu nánasta fólki máli.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Á laugardaginn er ég að keppa á móti Frökkum í handbolta og ætli ég taki ekki sunnudaginn í rólegheit og kaffi hérna á hótelinu í Köln.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinNýr valkostur Vegagerðarinnar kemur ekki til greina
Næsta greinStigasöfnun sunnlensku liðanna gengur erfiðlega