Ólafur Elí Magnússon á Hvolsvelli var sæmdur gullmerki Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á dögunum en sama kvöld var Íþróttaeldhugi ársins 2023 útnefndur og Ólafur Elí var einn þriggja tilnefndra þar. Hann hefur um árabil unnið ómetanlega að íþróttastarfi barna og ungmenna í Rangárþingi eystra.

Fullt nafn: Ólafur Elí Magnússon.
Fæðingardagur, ár og staður: 29. janúar 1961 í Vestmannaeyjum.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Ástu Laufeyju Sigurðardóttur.
Hverra manna ertu: Foreldrar mínir eru Magnús Borgar Eyjólfsson og Ástrún Svala Óskarsdóttir, búsett á Selfossi.
Menntun: Ég hef menntun sem kennari og íþróttakennari.
Atvinna: Kennari við Hvolsskóla.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ekki snúa aftur eftir Lee Child.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fréttir á RÚV.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Cousins með Isabellu Rossellini og Ted Danson.
Te eða kaffi: Te.
Uppáhalds árstími: Sumarið.
Besta líkamsræktin: Að spila ringó með góðum vinum.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Kjötbollur.
Við hvað ertu hræddur: Að sigla með kafbát.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Klukkan 7 að morgni.
Hvað gerir þú til að slaka á: Horfi á fréttir á RÚV.
Hvað finnst þér vanmetið: Störf sjálfboðaliða.
En ofmetið: Lífsgæðakapphlaupið nú til dags.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Brothers in Arms með Dire Straits.
Besta lyktin: Vanilla.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Uppvaskið.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að safna fyrir hlutunum áður en þú kaupir.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þórsmörk.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Ef ég þarf að fara með bílinn á verkstæði.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Sjúkraþjálfari eða kennari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ari Eldjárn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Alexander mikli og kynnast siðvenjum og lífi fólks sem var uppi á þeim tíma.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Nei takk.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Að ég er menntaður sjúkraflutningamaður.
Mesta afrek í lífinu: Að eignast börnin mín þrjú.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Sennilega myndi ég ferðast aftur til þess tíma er Napoleon var við völd og ég myndi fá hann til að ráðast ekki inn í Rússland.
Lífsmottó: Að taka einn dag í einu.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Vera sem mest heimavið með fjölskyldunni.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinLeikjum Selfoss og Hrunamanna frestað
Næsta greinSelfoss skoraði 44 mörk í risasigri