Mýrdælingurinn Kristín Ólafsdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 2021. Um síðustu helgi brautskráðist 101 nemandi frá skólanum í óhefðbundinni brautskráningu sem streymt var á netinu. Kristín var ein þriggja nemenda sem hlaut viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu og auk þess fékk hún viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og dönsku.

Fullt nafn: Kristín Ólafsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég fæddist þann 17. nóvember 2002 á Selfossi. En hef búið alla mína ævi á Giljum í Vík í Mýrdal.
Fjölskylduhagir: Foreldrar mínir heita Ólafur Þorsteinn Gunnarsson og Birna Kristín Pétursdóttir, þau eru sauðfjárbændur. Ég á tvö eldri systkini, Maríu sem er bifvélavirki og Gunnar sem er vélvirki.
Menntun: Stúdent af viðskipta- og hagfræðilínu frá Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Atvinna: Er að vinna á ýmsum stöðum í Víkinni í sumar, þar á meðal í Arion Banka og á Hjallatúni.
Besta bók sem þú hefur lesið: Er nú ekki mikill lestrarhestur en ef ég ætti að nefna einhverjar uppáhalds sem ég hef lesið þá væri það örugglega Hvítfeld eftir Kristínu Eiríksdóttur, Allt eða ekkert (Everything Everything) eftir Nicola Yoon og Hjálp eftir Þorgrím Þráinsson.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Á svo marga uppáhalds, erfitt að gera upp á milli. Meðal þeirra eru Grey’s Anatomy, The Ranch, Merlin, The Shannara Chronicles og margir fleiri.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Það verður að vera allar Pirates of the Caribbean myndirnar.
Te eða kaffi: Kaffi miklu frekar en te. Drekk nú ekki kaffi reglulega en svona stundum, en alls ekki te, það er ódrekkanlegt.
Uppáhalds árstími: Vorið.
Besta líkamsræktin: Lyftingar.
Hvaða rétt ertu best að elda: Svo lengi sem það er uppskrift þá get ég eldað það, get samt ekki lofað að það verði gott.
Við hvað ertu hrædd: Skíthrædd við mýs.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ef ekkert er á planinu þá sef ég oftast til svona 11.
Hvað gerir þú til að slaka á: Leggst upp í rúm og horfi á þætti eða mynd.
Hvað finnst þér vanmetið: Hamsatólg – besta út á fiskinn.
En ofmetið: Sushi!
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Það væri alltaf annað hvort kántrítónlist eða rokk. Það eru svo mörg lög sem koma mér í stuð, get ekki valið bara eitt. Sold, Church bells, It’s My Life, Play That Funky Music eru fáein dæmi af svo mörgum öðrum.
Besta lyktin: Þegar nýbökuð brúnkaka er komin úr ofninum. Einnig er bensín/dísel/olíu lykt mjög góð.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Leiðist flest húsverk en leiðinlegasta af öllu væri örugglega að taka til og skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að gefast aldrei upp.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég bý á fallegasta staðnum, í Mýrdalnum.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Smjatt nr. 1, 2 og 3.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég söngöskraði á balli á Jón Jónsson „Suðurlandsins eina von“ á milli laga. Hann hló bara að mér. Sló smá saman Ingó og Jóni.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Hárgreiðslukona.
Fyndnasta manneskja sem þú veist um: Ég verð að segja pabbi minn og ég held að hann myndi sjálfur taka undir það.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi velja langafa minn heitinn. Því hann var minnugasti maður sem ég hef þekkt, áhugasamur um allt og ég leit mjög upp til hans.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Snapchat og Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi útrýma Covid-19 í heiminum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Að ég er frekar illa synd.
Mesta afrek í lífinu: Er nú aðeins 18 ára en ætli ég verði ekki bara að segja að mesta afrek mitt eins og er, er að hafa klárað stúdentinn og dúxað í leiðinni þó það hafi nú ekkert endilega verið planið.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara aftur til ársins 1918 til að upplifa lífsmátann sem var þá og í raun væri aðalástæðan að upplifa Kötlugos. Svo í framhaldinu af því væri auðvitað áhugavert að upplifa hversu ört samfélagið þróaðist árunum eftir það.
Lífsmottó: Bara að lifa og njóta. Hafa gaman af lífinu og stressa sig ekki á framtíðinni, allt hefur sinn gang.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Vinna á Smiðjan Brugghús.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinÆvintýraleiðsögunám án staðsetningar
Næsta greinTryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlu