Íþróttafélagið Hamar i Hveragerði réð á dögunum Guðjónu Björk Sigurðardóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Guðjóna Björk hefur búið í Hveragerði frá tveggja ára aldri og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri, stjórnun og stefnumótun sem nýtast mun Hamri vel í framtíðarverkefnum þess.

Fullt nafn: Guðjóna Björk Sigurðardóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Reykjavík 21. janúar 1971.
Fjölskylduhagir: Gift Ármanni Jón Garðarssyni og saman eigum við Bjarna Aron, Sunnevu Lind, Esther Helgu, Andra Frey og Árna Geir. Þrjú barnabörn; Rakel Sara, Kristín Lind og Jóhann Berg.
Hverra manna ertu: Ég er dóttir Sigurðar Jakobssonar og Ragnheiðar Þórarinsdóttur.
Menntun: Ég er með BS í viðskiptafræði og MA í stjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.
Atvinna: Framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Hamars.
Besta bók sem þú hefur lesið: Biblían.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Spurðu mig frekar um besta podcastið. Nenni lítið að horfa á sjónvarp en hlusta mikið á podcast og Þjóðmál er í miklu uppáhaldi.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Grease.
Te eða kaffi: Endalaust af kaffi!
Uppáhalds árstími: Haustið.
Besta líkamsræktin: Elska crossfit, elska að lyfta og ég elska að vera út í náttúrunni.
Hvaða rétt ertu best að elda: Gauju mat auðvitað!
Við hvað ertu hrædd: Allt!
Klukkan hvað ferðu á fætur: Klukkan 6.
Hvað gerir þú til að slaka á: Stunda hugleiðslu og öndun, fer út í náttúruna og sjóböð.
Hvað finnst þér vanmetið: Heiðarleiki.
En ofmetið: Vinsældir.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Eitthvað með Nýdönsk.
Besta lyktin: Lyktin af birkitrjám.
Bað eða sturta: Sjósund allan daginn!
Leiðinlegasta húsverkið: Setja í helvítis uppþvottavélina!
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Fyrrverandi yfirmaður minn, Ólafur Örn Haraldsson, gaf mér besta ráðið! „Reyndu að vinna eins lítið og þú getur“.
Nátthrafn eða morgunhani: Hvorugt.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Skaftafell.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óheiðarleiki.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þegar ég var unglingur að keppa á sundmóti og labbaði óvart inn í karlaklefann sem var stútfulltur af allsberum strákum í sturtu! Frekar vandræðalegt fyrir unglinginn…
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Lögga!
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ágústa Kristín Andersen vinkona mín.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Fá alla til að vera gott við hvort annað.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín auðvitað og hafa höslað eiginmanninn…
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Sennilega í Skaftafell á flakkið.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Fara á körfuboltamót.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSelfoss gaf eftir í seinni hálfleik
Næsta greinAlvarlegt hestaslys í Bláskógabyggð