Selfyssingurinn Adólf Ingvi Bragason hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi. Hann tekur við starfinu af Jóni Rúnari Bjarnasyni, sem verið hefur útibússtjóri í tæp 24 ár en Jón Rúnar lætur af störfum nú um mánaðamótin. Auk þess að starfa í fjármálageiranum hefur Adólf komið víða við og meðal annars starfað sem knattspyrnuþjálfari og tónlistarmaður.

Fullt nafn: Adólf Ingvi Bragason.
Fæðingardagur, ár og staður: 29. júní 1978, Selfossi.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Hildi Gestsdóttur félagsráðgjafa, eigum tvo drengi.
Menntun: Viðskiptafræðingur frá CBS í Kaupmannahöfn, MBA.
Atvinna: Útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Völlurinn.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Jason Bourne .
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Skandinavískt haust.
Besta líkamsræktin: Innanhúsfótbolti.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Ítalska kjötsósu (5 tímar).
Við hvað ertu hræddur: Var hræddur við randaflugur, en er núna mest hræddur við geitunga.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 7:05.
Hvað gerir þú til að slaka á: Fer í sjóðheitt bað, slekk ljósin og kveiki á kerti.
Hvað finnst þér vanmetið: Endurtekningin.
En ofmetið: Gærdagurinn.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Draumaprinsinn með Röggu Gísla.
Besta lyktin: Jólin.
Bað eða sturta: Sturta á morgnana, bað á kvöldin.
Leiðinlegasta húsverkið: Hér er jákvætt hugarfar mjög mikilvægt.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að fylgja innsæinu.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég er í miðjunni.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ho Chi Minh trail í Víetnam.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Neikvæðni.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Þegar ég gisti hjá tékkneskum skólabróður mínum í Leberec.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Fiðluleikari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Leifur bróðir minn…
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Paul McCartney, hann er svo svalur.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Ég er ekki mikið á samfélagsmiðlum.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég blása af Covid.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég lærði japönsku í fjögur ár.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín; Ísak (2008), Kári (2011) og Knattspyrnufélag Árborgar (2000).
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Á Nývang, 26. maí 1999.
Lífsmottó: Á morgun er kominn nýr dagur.
Hver er flottastur: Pálmi Gunnarsson.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Slaka á og syngja Maístjörnuna.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri grein80 til viðbótar í sóttkví í Ölfusi
Næsta greinRjúfa einangrun ungmenna í tölvuleikjum