Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson lék frábærlega með Selfyssingum í Olísdeildinni í handbolta í vetur. Selfyssingar urðu Íslandsmeistarar eftir magnað einvígi gegn Haukum en Elvar Örn var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Á lokahófi Selfoss um síðustu helgi var hann svo útnefndur leikmaður ársins hjá karlaliðinu. Elvar kveður nú Selfoss að sinni en hann mun leika með Skjern í Danmörku á næstu leiktíð.

Fullt nafn: Elvar Örn Jónsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 31. ágúst 1997 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Ég er ættaður frá Hurðarbaki eins og nokkrir aðrir í Selfossliðinu. Foreldrar mínir eru Ragnhildur Sigurðardóttir og Jón Birgir Guðmundsson. Kærastan mín heitir Þuríður Guðjónsdóttir.
Menntun: Stúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurlands og er að læra íþróttafræði við Háskóla Íslands.
Atvinna: Handboltamaður og húsvörður í Vallaskóla.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég hef ekki lesið margar bækur en líklega mín uppáhalds bók eftir Michael Jordan.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones, Chernobyl og Friends.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ég og pabbi getum alltaf horft á Taken 1 og Rush Hour myndirnar aftur og aftur.
Te eða kaffi: Drekk alls ekki kaffi, þannig ég er te kall.
Uppáhalds árstími: Ég er mikið jólabarn en uppáhalds árstíminn er núna eins og staðan er í dag.
Besta líkamsræktin: Að fara í tækjasalinn í Hleðsluhöllinni, Rúnar Hjálmars er búinn að bæta hann gríðarlega mikið.
Hvaða rétt ertu bestur  elda: Hakk og baunir, sem kærastan elskar.
Við hvað ertu hræddur: Nálar.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Mjög misjafnt. Það fer eftir því hvenær ég þarf að vakna.
Hvað gerir þú til  slaka á: Spila með strákunum og fer út með hundana.
Hvað finnst þér vanmetið: Norska Eurovision lagið.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Norska Eurovision lagið.
Besta lyktin: Ilmkertin sem kærastan kaupir.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að taka úr þvottavélinni.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn – en er að reyna breyta því.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Draumalandið, Selfoss.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Þegar fólk mætir of seint.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það er svo margt. Ég labbaði til dæmis á glerhurð um daginn.
Hvað ætlaðir þú  verða þegar þú yrðir stór: Handboltamaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Nökkvi Dan (snapchat: nokkvi).
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Líklega Instagram eða Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi byrja á að gefa handknattleiksdeildinni og Ungmennafélagi Selfoss allt sem þar vantar, svo að við getum komið Selfossliðinu í flokk þeirra bestu í heimi.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er örvhentur en kasta með hægri.
Mesta afrek í lífinu: Að verða Íslandsmeistari og komast á stórmót í handbolta.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímannhvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara 400 ár fram í tímann.
Lífsmottó: Pain you can train, pain pain we can talk about it.
Hvað ætlar þú  gera um helgina: Flytja og skemmta mér með strákunum.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinFjóla vann gull í æsispennandi hlaupi
Næsta greinUtanvegaakstur ein mesta ógnin að Fjallabaki