Kvennalið Selfoss í körfubolta hefur farið vel af stað í 1. deildinni í vetur undir stjórn nýs þjálfara, sem er Berglind Karen Ingvarsdóttir. Beggó, eins og hún er kölluð, er eina íslenska konan sem er aðalþjálfari meistaraflokks í efstu deildum Íslandsmótsins í körfubolta. Selfoss á spennandi leik fyrir höndum í kvöld þegar liðið mætir Fjölni á útivelli en þjálfari Fjölnis er Halldór Karl, eiginmaður Berglindar.

Fullt nafn: Berglind Karen Ingvarsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 1. apríl 1985 og ég fæddist á Patreksfirði.
Fjölskylduhagir: Er gift Halldóri Karli Þórssyni og eigum við þrjú börn, þau Evu Lillý, Hilmi Þór og Hinrik Braga. Við búum í Hveragerði.
Hverra manna ertu: Pabbi minn heitir Ingvar Bragi og mamma mín hét Anna Kristín, en hún féll skyndilega frá í fyrra.
Menntun: Stúdentspróf frá Bifröst. Hef nýlokið námskeiði við stafræna markaðssetningu.
Atvinna: Vinn hjá Smyril Line.
Besta bók sem þú hefur lesið: The Subtle Art of Not Give a Fuck. Mæli með!
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Galið að segja einhvað annað en Friends
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Bæði Notting Hill og auðvitað Christmas Vacation yfir jólin.
Te eða kaffi: Kaffið.
Uppáhalds árstími: Haustið er minn uppáhalds tími, fer allt að detta í góða rútínu aftur og körfuboltinn fer að rúlla.
Besta líkamsræktin: Ég mæti á morgnana í Laugar Sport eins oft og ég get, tek svo gufu og pott. Dagurinn gæti ekki byrjað betur.
Hvaða rétt ertu best að elda: Hef fengið mikið hrós fyrir kjúklinga lasagne réttinn sem ég hef betrumbætt aðeins eftir uppskrift frá tengdó.
Við hvað ertu hrædd: Hrædd við að gera mistök, en lífið er fullt af mistökum og það er besta leiðin til að læra og komast lengra.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Oftast komin á ról um 06:30.
Hvað gerir þú til að slaka á: Læt renna í pottinn heima, set á góða tónlist og ískaldur öl.
Hvað finnst þér vanmetið: Rúgbrauðssúpa með rjóma, án gríns.
En ofmetið: Fótbolti.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Rasputin með Boney M.
Besta lyktin: Jólalykt.
Bað eða sturta: Bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Er ekki bara mjög klassískt að segja þrífa klósettið?
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Mamma mín sagði lagði það alltaf fyrir okkur systkinin að vera heiðarleg og koma alltaf vel fram við fólk.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Rauðisandur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Leti.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Örugglega þegar ég var stöðvarstjóri á vinnustað, varð bensínlaus á leiðinni í vinnuna, þurfti að láta koma með bensín til mín og það var löng röð af viðskiptavinum sem beið eftir að ég myndi opna.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Það var svo margt, hef ekki ennþá ákveðið mig!
Fyndnasta manneskja þú veist um: Hinrik Bragi, yngsti strákurinn minn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi vilja vera Adele – og syngja allan tímann!
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Örugglega Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Stoppa stríð í heiminum og að öll börn séu örugg.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég lærði rafsuðu og málmsmíði í framhaldsskóla.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ár aftur í tímann og faðma mömmu aftur.
Lífsmottó: Whatever you do, just have fun.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Það er skemmtilegur föstudagur framundan þar sem við eigum leik gegn Fjölni og það vill svo skemmtilega til að þjálfari Fjölnis er Halldór maðurinn minn. Svo það má búast við hörkuleik og ég vona að sem flestir mæti og styðji okkur. Áfram Selfoss!


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSleipnir heiðraði afrekshestinn Krókus frá Dalbæ
Næsta greinHjónin mættust á hliðarlínunni