Þorfinnur Freyr Þórarinsson frá Spóastöðum í Biskupstungum var á dögunum kosinn stallari hjá Nemendafélaginu Mími í Menntaskólanum að Laugarvatni. Það er nóg að gera hjá nemendafélagsstjórninni að halda úti öflugu félagslífi í skólanum. Eins og megnið af nemendum skólans er Þorfinnur einnig í kór ML en kórinn mun stíga á stokk á tónleikum í Skálholti á föstudagskvöld.

Fullt nafn: Þorfinnur Freyr Þórarinsson.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég er fæddur 27. september 2001 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Einhleypur.
Menntun: Ég er á 2. ári í Menntaskólanum að Laugarvatni.
Atvinna: Vinnumaður á Spóastöðum.
Besta bók sem þú hefur lesið: Hobbitinn.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: The Grand Tour, nýju bílaþættirnir með Top Gear gæjunum.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Cars 1.
Te eða kaffi: Að sjálfsögðu kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumarið, þegar allt er í blóma.
Besta líkamsræktin: Það hefur virkað vel fyrir mig að eltast við bolta og sparka í hann.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Ég er mjög flinkur í að grilla pylsur.
Við hvað ertu hræddur: Ég er lofthræddur og svo eru geitungar klárlega skelfilegustu dýrin á jörðinni.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Um átta leitið.
Hvað gerir þú til að slaka á: Legg mig og horfi á kósí þætti.
Hvað finnst þér vanmetið: Pizza með ananas.
En ofmetið: Símar, tölvur og tækni.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Africa með Toto.
Besta lyktin: Besta lyktin kemur frá nýslegnu grasi.
Bað eða sturta: Ég fer oftast í sturtu frekar en bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Að vaska upp.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Mér var sagt að það skipti ekki máli hvað ég er að fara að gera, ég ætti alltaf að hafa jákvætt hugarfar gagnvart því. Þó að ég sé að vaska upp þá er ég með sama hugarfar og ég sé að fara gera eitthvað skemmtilegt (það virkar).
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Biskupstungur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Dónaskapur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það er ábyggilega ekki heilbrigt að segja frá því hér.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði að verða stærri, en er farinn að efast um að það takist núna.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Keith frændi.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi helst vilja vera bara ég sjálfur.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Það er ábyggilega jafntefli milli Facebook og Snapchat.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá yrði heimsfriður og engin stríð.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Að ég er 1/16 indíáni.
Mesta afrek í lífinu: Að ná kjöri sem stallari.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara aftur í tímann, til tíma kúrekanna.
Lífsmottó: Þú uppskerð eins og þú sáir.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Syngja á tónleikum í Skálholtskirkju á föstudagskvöld með kór ML. Þar koma líka fram kórar Menntaskólans við Hamrahlíð og Kvennaskólans í Reykjavík. Það eru um 170 manns að syngja á þessum tónleikum.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinNýtt öldungaráð í Hveragerði
Næsta greinTomasz Luba í Selfoss