Laugvetningurinn Gunnar Tómasson sigraði í Blítt og létt, söngkeppni nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni, á dögunum. Gunnar flutti lagið I Want to Live með hljómsveitinni Spacehog og með sigrinum hreppti hann því hinn eftirsótta verðlaunagrip Hljóðkútinn. Gunnar verður fulltrúi ML í Söngkeppni framhaldsskólanna í apríl næstkomandi.

Fullt nafn: Gunnar Tómasson.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég fæddist 29. september 2005 á Landspítalanum.
Hverra manna ertu: Foreldrar mínir heita Tómas Grétar Gunnarsson og Linda Rós Sigurbjörnsdóttir.
Menntun: Ég er á þriðja ári í Menntaskólanum að Laugarvatni.
Atvinna: Ég vinn í Krambúðinni á Laugarvatni eins og er.
Besta bók sem þú hefur lesið: Maze Runner. Bókin er frábær en myndin veldur vonbrigðum.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: How I Met Your Mother eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Napoleon Dynamite.
Te eða kaffi: Ég er lítið fyrir svona sull en ef ég þyrfti að velja annað yrði það kaffi.
Uppáhalds árstími: Ég er hrifnastur af sumrinu.
Besta líkamsræktin: Að labba upp hringstigann í skólanum.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Hamborgara. Ég elda þá alltaf þegar ég er einn heima en það er aðallega vegna þess að ég kann ekki að elda neitt annað.
Við hvað ertu hræddur: Trjákvoðu.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Oftast á milli 8 og 12.
Hvað gerir þú til að slaka á: Spila á gítar.
Hvað finnst þér vanmetið: Að fara snemma að sofa.
En ofmetið: Rapp tónlist.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Funky Town.
Besta lyktin: Mandarínulykt.
Bað eða sturta: Ég fer miklu frekar í sturtu en bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Mér finnst fátt jafn leiðinlegt og að ryksuga.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ég veit það ekki. Ég gleymi öllu svona löguðu.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég er rosalegur morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ítalía. Ég fór þangað með kórnum í vor.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Þegar fólk segir „ég vill“.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég veit ekki til þess að hafa lent í neinu sem er svo neyðarlegt að ég gleymi því ekki.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Þegar ég var lítill sagðist ég ætla að verða uppfinningamaður og smiður en það var einungis vegna þess að eldri bróðir minn sagðist ætla að verða það.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Örugglega Sacha Baron Cohen.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ryan Gosling, því hann er svalur.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Því miður er það Snapchat.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi örugglega bara gera einhverja vitleysu.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég þoli ekki serjós.
Mesta afrek í lífinu: Einu sinni tókst mér að fara í heljarstökk (þó það hafi verið á trampólíni).
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara til ársins 1992 og koma í veg fyrir að hljómsveitin Blink-182 yrði stofnuð.
Lífsmottó: Ekki borða gulan snjó.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Mér til mikillar gremju er ég að vinna.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinBleikjan aflaði 685 þúsund króna styrk
Næsta grein„Sumir voru í svolitlu sjokki“