Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Ártanga í Grímsnesi, var kosinn formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi sem fram fór á dögunum. Gunnar hefur komið víða við í gegnum tíðina en hann var sveitarstjórnarmaður og oddviti í Grímsnesinu til margra ára og formaður SASS um tíu ára skeið svo fátt eitt sé nefnt.

Fullt nafn: Gunnar Þorgeirsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 10. júlí 1963 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Giftur Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur. Við eigum þrjú börn og tíu barnabörn.
Menntun: Ég lærði offsetprentun við Iðnskólann í Reykjavík og tók svo garðyrkjunám við Söhus í Óðinsvéum í Danmörku.
Atvinna: Garðyrkjubóndi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ævintýri Tinna og Atómstöðin.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ófærð 1.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Spaceballs.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Vorið.
Besta líkamsræktin: Að moka jeppann upp úr skafli.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Grillaða hrefnu með alvöru piparsósu, fersku heimaræktuðu grænmeti og grilluðum kartöflum með dillolíu frá Á Ártanga og íslensku smjöri.
Við hvað ertu hræddur: Þegar kemur að því að ég hætti að taka sénsa í lífinu.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Á milli klukkan 7 og 8.
Hvað gerir þú til að slaka á: Poppa heima í sérstökum popppotti og horfi á hasarmynd.
Hvað finnst þér vanmetið: Heiðarleiki.
En ofmetið: Peningar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Bohemian Rhapsody með Queen.
Besta lyktin: Basilikuilmur.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Þvo klósettið.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Vertu þú sjálfur.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég get verið bæði, það fer eftir aðstæðum.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Grímsvötn á Vatnajökli.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Óheiðarleiki fólks.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég var í góðra vina hópi á Ítalíu og var að borga inn á safn og spurður var hvort ég væri eldri borgari.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Bóndi.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Pétur Jóhann.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Pétur Pan, þá gæti maður skoðað heiminn í öðru ljósi.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég losa okkur við þessa kórónaveiru.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég flauta leiðinleg lög.
Mesta afrek í lífinu: Það er erfitt að velja á milli barnanna þriggja.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara til ársins 840 og sjá með eigin augum að Ísland hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru.
Lífsmottó: Allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þegar þú tekur þær.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Vinna í gróðrarstöðinni, loksins.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinArndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Næsta greinFriðrik Ingi hættir með Þórsliðið