Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri frá og með 1. ágúst næstkomandi. Það er einnig nóg að gera hjá Páli í félagsstörfunum, en hann er formaður Golfklúbbs Selfoss. Meistaramót klúbbsins stendur nú yfir og lýkur um helgina.

Fullt nafn: Páll Sveinsson.
Fæðingardagur, ár og staður: Reykjavík, 3. júlí 1974.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Arndísi Mogensen, ljósmóður og eigum við þrjú dásamleg börn.
Menntun: Grunnskólapróf frá Grunnskólanum í Hveragerði, stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. B.Ed. grunnskólakennari og M.Ed. í stjórnun menntastofnanna frá Háskóla Íslands.
Atvinna: Tek við starf skólastjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 1. ágúst.
Besta bók sem þú hefur lesið: Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Márquez.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sopranos.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Midnight Run.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumarið er tíminn.
Besta líkamsræktin: Golf.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Butter Chicken.
Við hvað ertu hræddur: Að shanka golfbolta.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 6:40.
Hvað gerir þú til að slaka á: Les bækur, horfi á fótbolta og golf í sjónvarpinu, elda.
Hvað finnst þér vanmetið: Svefn.
En ofmetið: Yfirvinna.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Are You Gonna Go my Way með Lenny Kravitz.
Besta lyktin: Hvítlaukslykt í aðdraganda matseldar.
Bað eða sturta: Bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Skúringar.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að segja já við konuna mína. Ég er að ná tökum á þessu eftir 24 ára sambúð!
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Botninn í Ásbyrgi er dásamlegur og Edinborg í Skotlandi er stórkostleg.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Nöldur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Úff… það eru svo mörg tilfelli að ég get ekki gert upp á milli þeirra.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Trommuleikari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Daði Georgsson.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ringo Starr. Mig hefur alltaf langað að prófa að spila með Bítlunum.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Myndi ég þurfa að spyrja konuna mína ráða…
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er mikill aðdáandi spænskrar Flamenco tónlistar…
Mesta afrek í lífinu: Að ala upp þrjú stórkostleg börn sem gera mig stoltan, þakklátan og meyran daglega.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég hugsa að Kalifornía fyrir landnám Evrópubúa hafi verið stórbrotinn staður að heimsækja.
Lífsmottó: Bjartsýni og jákvæðni eru mín lífsmottó.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Taka þátt í meistaramóti Golfklúbbs Selfoss en það mót er hápunktur hvers golfárs. Að móti loknu blásum við kylfingar svo til glæsilegs lokahófs og verðlaunafhendingar og fögnum og gleðjumst saman í mat og drykk.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSterk stig á heimavelli
Næsta greinBryggjuhátíðin um helgina