Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi frá Hamratungu í Gnúpverjahreppi, var á dögunum útnefndur í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Jón Arnar hóf snemma keppni í frjálsíþróttum og varð strax sigursæll. Hann varð meðal annars Norðurlandameistari í tugþraut 1988, keppti á þrennum Ólympíuleikum þar sem hann náði best 12. sæti í tugþraut í Atlanta 1992. Þá vann hann bronsverðlaun í sjöþraut innanhúss bæði á Evrópumeistaramótinu 1996 og heimsmeistaramótinu 1997. Jón Arnar var kjörinn Íþróttamaður ársins árin 1996 og 1997.

Fullt nafn: Jón Arnar Magnússon.
Fæðingardagur, ár og staður: 28. júlí 1969 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Giftur Huldu Irisar Skúladóttur. Við eigum þrjá syni, þá Krister Blær, Tristan Freyr og Eron Thor.
Hverra manna ertu: Sonur Dúddu þeirra Jóns í eftirlitinu og Siggu frá Hurðarbaki. Er þá af Hurðarbaksættinni. Jón í eftirlitinu afi minn.
Menntun: Kírópraktor og íþróttakennari.
Atvinna: Starfa sem kírópraktor á Kírópraktorstofu Íslands.
Besta bók sem þú hefur lesið: Besta bókin er í þrennu lagi – allar The Lord of the Rings bækurnar.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Heilsubælið í Gervahverfi.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: The Lord of the Rings.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumar/haust veiðitíminn.
Besta líkamsræktin: Akkúrat núna er það að hjóla og lyfta þungt. Og útiveran.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Jaa… lamb og naut en hafragrautur er líka góður.
Við hvað ertu hræddur: Að mæta of seint í vinnuna – það er ekki gott.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Svona 05:20.
Hvað gerir þú til að slaka á: Fer að veiða.
Hvað finnst þér vanmetið: Útivist til fjalla.
En ofmetið: Matarhlé.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: You Shook Me All Night Long með AC/DC.
Besta lyktin: Af litlu skottunni, afabarninu.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Ryksuga.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Þetta gerir sig ekki sjálft.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég myndi segja að ég væri morgunhani en get líka alveg sofið út.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Götzis í Austurríki.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Leti og afskiptasemi.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég man ekki eftir neinu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Jarðfræðingur.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ja, þeir eru nú nokkrir, get ekki alveg valið á milli.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég er bara þokkalega sáttur með sjálfan mig.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Ég nota ekki samfélagsmiðla, læt mbl.is duga.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég segja burt með stríðin strax!
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég varð næstum því Íslandsmeistari í handbolta með Selfossi í 3. flokki karla árið 1986. Þórir Hergeirs þjálfaði okkur.
Mesta afrek í lífinu: Að eiga konu þrjá syni, tvær tengdadætur og eitt afakríli.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi nú kíkja á víkingana.
Lífsmottó: Þetta hefst allt saman.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Það er alveg óplanað.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinVel heppnað klifurnámskeið á Kirkjubæjarklaustri
Næsta greinHaukarnir stungu af í lokin