Á dögunum fóru fram kosningar til nýrrar stjórnar Mímis, nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar Snorri Óskarsson frá Hruna í Hrunamannahreppi er nýr stallari í stjórn nemendafélagsins.

Fullt nafn: Óskar Snorri Óskarsson.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi 9. nóvember 2004.
Fjölskylduhagir: Kærastan mín heitir Sesselja Helgadóttir.
Menntun: Ég er búinn að ljúka grunnskólamenntun og er að glíma við stúdentinn.
Atvinna: Ryksuga heimilið öðru hvoru.
Besta bók sem þú hefur lesið: Djöflaeyjan eftir Einar Kárason, svakaleg bók.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: Greys Anatomy.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: How to Train Your Dragon fæ ég aldrei leið á.
Te eða kaffi: Erfitt val, kaffi held ég bara.
Uppáhalds árstími: Vorið er minn uppháhalds árstími, lömbin að springa út og svona.
Besta líkamsræktin: Ég er mikill hlaupakall og hleyp mikið, sérstaklega á eftir kindum.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Elda, hvað er það?
Við hvað ertu hræddur: Ég er dálítið sjóhræddur, enda er ég Hreppamaður.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Á virkum dögum píni ég mig á fætur um hálf átta leytið en um helgar geri ég vel við mig og sef til eitt, tvö.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég mála, spila á gítar og horfi á góða mynd.
Hvað finnst þér vanmetið: Nýdönsk.
En ofmetið: Sálin.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Þau eru mörg, Nýr maður með Nýdönsk fær mig alltaf til að dansa og líka Let’s Dance með Bowie.
Besta lyktin: Bara almenna vor lyktin, grasið.
Bað eða sturta: Sturta, ég vil ekki þvo mér í mínum eigin skít.
Leiðinlegasta húsverkið: Oh, að taka til í eldhúsinu.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að halda ró minni í smalamennsku.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég tel mig vera meiri nátthrafn, en það getur verið mismunandi.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fontur á Langanesi og Dyrhólaey.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Trumpistar.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Festi mig á nagla upp á þaki.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ég ætlaði alltaf að verða sauðfjárbóndi.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Séra Óskar.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Þá myndi ég vilja vera Ólína Þorvarðardóttir og drekka kvöldkaffi með Sigga P, sögukennara.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook, ég er svo gamldags.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég láta alla vinna verkin, meðan ég sit á strönd með vindla og kampavín.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég hef hangið á framtönninni í neti á trampólíni.
Mesta afrek í lífinu: Að verða stallari.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég held ég myndi fara til fortíðar, um 1800, og fara á eitthvað heiðarbýli og bara spjalla við fólk.
Lífsmottó: Lifðu í krukku en ekki í lukku.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Æfa leikritið Stella í orlofi sem við í ML ætlum að frumsýna 17. febrúar. Allir að næla sér í miða!


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinTæknilega flókið að ná flakinu upp
Næsta greinSterkur útisigur hjá Hamri-Þór