Selfyssingurinn Ólöf María Stefánsdóttir er dúx Fjölbrautaskóla Suðurlands á vorönn 2020. Við brautskráningu þann 29. maí síðastliðinn hlaut hún viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu og auk þess viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og náttúrufræðigreinum.

Fullt nafn: Ólöf María Stefánsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég fæddist 4. febrúar 2001 á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Foreldrar mínir heita Stefán Már Símonarson og Sigríður Erlingsdóttir. Svo á ég þrjú systkini sem heita Guðrún Lára, Bjarni Már og Daníel Már.
Menntun: Stúdent á náttúrufræðilínu frá Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Atvinna: Vinn núna í sumar hjá Landsvirkjun og svo er ég að vinna aðra hverja helgi í Nesbú.
Besta bók sem þú hefur lesið: Divergent.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn Nine-Nine er snilld og svo er Friends alltaf klassískt.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: A Star Is Born.
Te eða kaffi: Hvorugt.
Uppáhalds árstími: Bæði sumar og vetur.
Besta líkamsræktin: MGT hjá Silju í WorldClass.
Hvaða rétt ertu best að elda: Tortillur.
Við hvað ertu hrædd: Kóngulær.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ég hef alltaf verið A manneskja, þannig að ég vakna yfirleitt ekki seint en annars vakna ég bara aðeins áður en ég þarf að fara að gera eitthvað.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég elska að slaka á í sundi.
Hvað finnst þér vanmetið: Að fara snemma að sofa.
En ofmetið: Fancy matur.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Íslensk útihátíðarlög.
Besta lyktin: Sumarlykt.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Klárlega að þurrka af.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ítölsku alparnir eru með fallegustu stöðum sem ég hef komið á og svo eru margir staðir á Íslandi æðislegir.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fólk sem fer rosalega hægt í umferðinni.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég er ekki mikið tæknigúrú en toppaði mig alveg þegar ég hélt einu sinni að allt úr tölvunni minni hafði eyðst, allskonar skólaverkefni og fleira, og ég var sjúklega pirruð því ég var ekki að nenna að byrja upp á nýtt á ritgerðum og öðru. Ég var í svona viku að pirrast yfir þessu og var alltaf að vonast til þess að þetta myndi birtast aftur. Svo fór ég loksins með tölvuna í viðgerð og útskýrði allt saman fyrir konu sem afgreiddi mig. Þá ýtti hún á einn takka og sagði mér að ég hefði bara verið á gestaaðgangi…
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Sjúkraþjálfari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ég held ég verð að segja Hekla Rún Harðardóttir vinkona mín, hún er meistari.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Katrín Tanja því mig langar að vita hvernig það er að vera svona sjúklega sterk og það er örugglega geggjað að vera atvinnu íþróttakona í útlöndum.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi stoppa allar styrjaldir og leiðindi í heiminum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er rosalega kitlin.
Mesta afrek í lífinu: Ég á það eftir.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara fram í tímann um svona 300 ár til þess að sjá hvernig jörðin verður þá.
Lífsmottó: Geri mitt besta.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Það er ekkert sérstakt planað akkúrat núna fyrir utan það að vinna en kannski fer maður að hitta vinina og gerir eitthvað skemmtilegt.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinEfla hannar fráveitukerfi á Laugarvatni
Næsta greinElínborg Erla dúxaði í garðyrkjuskólanum