Selfyssingurinn Ingólfur Þórarinsson hefur haft í nægu að snúast í tónlistinni í sumar. Auk þess að þeytast um landið og meðal annars haldið uppi brekkusöng á sjónvarpsskjám landsmanna um verslunarmannahelgina, þá á Ingó tvö af vinsælustu lögum sumarsins á Íslandi. Það er ekki oft sem listamenn eiga tvö lög á öllum helstu vinsældarlistum landsins á sama tíma en það hafa Þjóðhátíðarlagið Takk fyrir mig og smellurinn Í kvöld er gigg gert í sumar.

Fullt nafn: Ingólfur Þórarinsson.
Fæðingardagur, ár og staður: 31. maí 1986 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir:
 Einhleypur.
Menntun:
 Eitt ár í stjórnmálafræði og 34 ár í skóla lífsins.
Atvinna: 
Listamaður.
Besta bók sem þú hefur lesið: Jordan Peterson og Dalai Lama.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur:
Shutter Island, Good Will Hunting, American Psycho og Big Short.
Te eða kaffi:
 Mikið af kaffi.
Uppáhalds árstími: Haustið.
Besta líkamsræktin:
 Golf og bumbubolti með alvöru leikmönnum.
Hvaða rétt ertu bestur að elda:
 Hakk og spaghettí.
Við hvað ertu hræddur: 
Sjálfan mig.
Klukkan hvað ferðu á fætur:
 9-12.
Hvað gerir þú til að slaka á:
Slaka ekki á – nema mögulega þegar ég pútta.
Hvað finnst þér vanmetið:
 Gummi bróðir.
En ofmetið:
 Sushi.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð:
 Mambo nr. 5.
Besta lyktin: Kjötbollulykt.
Bað eða sturta:
 Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið:
 Brjóta saman þvottinn.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið:
 Fjögur ráð frá Óla vini mínum. Og þar helst að gera sitt besta og taka engu persónulega.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: 
Víetnam.
Hvað fer mest í taugarnar á þér:
 Hægar sögur.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í:
 Lífið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór:
 Fótboltamaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um:
Sveppi krull.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá:
Pabbi, því hann er svo heilsteyptur.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest:
 Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag:
 Allir yrðu sáttir í eigin skinni.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er introvert.
Mesta afrek í lífinu: 
Að gefast aldrei upp.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Myndi vilja hitta mig sirka 12 ára.
Lífsmottó:
 Gerðu þitt besta og segðu satt.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi:
Spila golf og borða góðan mat.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinBaráttusigur ÍBU á heimavelli
Næsta greinFjögur rými fyrir líknandi meðferð opnuð á Selfossi