Ölfusingurinn Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í síðustu viku. Stjarnan háði æsispennandi einvígi gegn Tindastóli, fyrrum lærisveinum Baldurs, og hafði betur í oddaleik. Baldur Þór tók við Stjörnuliðinu fyrir þetta tímabil og náði því að gera liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili.
Fullt nafn: Baldur Þór Ragnarsson.
Fæðingardagur, ár og staður: Fæddur 23. febrúar 1990 á Landspítalanum í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Skagfirðingnum Rakel Rós Ágústsdóttir og saman eigum við tveggja ára son, Ragnar Thor.
Hverra manna ertu: Sonur Jóhōnnu Margrétar Hjartardóttur og Ragnars M. Sigurðssonar. Uppalinn af þeim í Þorlákshöfn.
Menntun: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, ÍAK styrktarþjálfari og einkaþjálfari frá Keili. Einnig hef ég farið á ótal námskeið tengd heilsu og þjálfun.
Atvinna: Körfuboltaþjálfari hjá Stjörnunni og íslenska landsliðinu.
Besta bók sem þú hefur lesið: Daily Stoic eftir Ryan Holiday.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Lord of the Rings.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumarið er tíminn.
Besta líkamsræktin: Sjósund.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Ég get eldað hvað sem er en ég er góður í að elda spænska paellu.
Við hvað ertu hræddur: Ég er bæði lofthræddur og flughræddur.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Þegar sonur minn vaknar. Yfirleitt á milli 6 og 8.
Hvað gerir þú til að slaka á: Hugleiði. Fer í saunu og svo kalda karið. Það er líka fínt að slökkva á símanum og vera í núinu.
Hvað finnst þér vanmetið: Núið.
En ofmetið: Snjallsíminn.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: State of Love and Trust með Pearl Jam.
Besta lyktin: Grilllykt um sumar í sól.
Bað eða sturta: Bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Þetta er allt bara verkefni og má ekki vera leiðinlegt. Þetta er hluti af lífinu.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki of hátt, ekki of lágt.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Mælifellshnjúkur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Kvart og væl.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég er búinn að gleyma því.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: NBA leikmaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ingi Þór Steinþórsson og Pétur Jóhann.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Michael Jordan á hápunkti ferilsins. Það þarf ekkert að útskýra það nánar.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég veit ekki hvar ég myndi byrja en það er mjög margt sem þarf að gera til að bæta þennan heim.
Mesta afrek í lífinu: Að ná í konuna mína og eignast soninn – og að komast inn á EuroBasket með landsliðinu.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég lifi í núinu. Eins og ég sagði áðan þá er það vanmetið.
Lífsmottó: Control what u can control.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Slaka á á Tenerife með fjölskyldunni.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is