Lovísa Rós Hlynsdóttir frá Hvolsvelli var kosin Ungfrú Ísland Teen 2025 í síðustu viku. Fegurðarsamkeppnin fór fram í Gamla bíó í Reykjavík þar sem þrjátíu stúlkur á aldrinum sextán til nítján ára kepptust um titilinn. Þetta er í fyrsta sinn sem fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen er haldin hér á landi en keppnir af þessu tagi eru þekktar erlendis.
Fullt nafn: Lovísa Rós Hlynsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég er fædd 19. júlí 2007 á Landspítalanum í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Ég bý heima með foreldrum mínum ásamt litlu systur minni.
Hverra manna ertu: Foreldrar mínir heita Hlynur Víðisson og Vevian Talledo Mirafuentes.
Menntun: Ég er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands og er á viðskipta- og hagfræði línu. Ég stefni á að útskrifast næsta vor 2026.
Atvinna: Ég starfa í Bíóhúsinu á Selfossi með skóla.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég er ekki mikið fyrir bækur en Farðu aldrei frá mér eftir Irmu Lauridsen er besta bók sem ég hef lesið.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Stranger Things eru bestu þættir allra tíma.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Það er erfitt að velja eina þar sem ég get horft á mjög margar bíómyndir án þess að fá leið af þeim.
Te eða kaffi: Mér finnst ískaffi frekar gott.
Uppáhalds árstími: Ég elska sumarið, en það toppar ekkert veturinn fram að jólum.
Besta líkamsræktin: Mér finnst fótbolti besta líkamsræktin, það er bæði skemmtilegt og góð hreyfing.
Hvaða rétt ertu best að elda: Klárlega pasta í ostasósu með skinku.
Við hvað ertu hrædd: Ég gæti nefnt marga hluti sem hræða mig, en ég er mjög myrkfælin.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Ég fer yfirleitt á fætur um 6:30 þegar ég byrja í skólanum, en leyfi mér að sofa aðeins út um helgar.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég gæti óskað þess að fara alltaf í nudd en það er víst ekki hægt. Ég horfi aðallega á sjónvarpið eða fara í heita pottinn.
Hvað finnst þér vanmetið: Að fá sér tómatsósu með flestum máltíðum.
En ofmetið: Klárlega KFC.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Dancing Queen með ABBA kemur mér alltaf í stuð.
Besta lyktin: Grillaður matur.
Bað eða sturta: Þegar ég var yngri elskaði ég bað, en í dag kýs ég sturtu.
Leiðinlegasta húsverkið: Mér finnst gaman að ganga frá og hafa allt hreint í kringum mig, en að þrífa ryk fyrir ofan hillur eða skápum er mjög leiðinlegt.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að njóta lífsins til fulls, slaka á og taka lífinu ekki of alvarlega.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég myndi gjarnan vilja vera morgunhani, en innst inni er ég nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fljótshlíðin er fallegasti staðurinn sem ég hef komið á, eins og Gunnar á Hlíðarenda sagði: „Fögur er hlíðin“.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fólk sem er óheiðarlegt og dæmandi án þess að þekkja fólk eða vita í hvaða stöðu þau er í.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég hef lent í mörgum neyðarlegum atvikum en það sem kemur fyrst í huga var þegar ég datt í stiganum í skólanum og auðvitað var nemandi að horfa.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Markmið mitt er að ljúka námi í viðskiptafræði og stofna eigið fyrirtæki í framtíðinni.
Fyndnasta manneskja sem þú veist um: Enginn annar en Patrekur Jaime.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég myndi ekki vilja vera neinn annar en ég sjálf. En ef ég þyrfti að velja væri það klárlega Zendaya, ég er mjög forvitin hvernig hún lifir lífinu þar sem hún er mjög hæfileikarík kona.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Ég nota aðallega instagram eða TikTok.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi tryggja að friður og virðing giltu um allan heim.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ekki margir vita að ég er með gula beltið í karate.
Mesta afrek í lífinu: Mesta afrek í lífinu er að hafa hlotið titilinn Ungfrú Ísland Teen, en sú reynsla kenndi mér að þroskast sem einstaklingur, öðlast sjálfstraust og kynnast mörgum æðislegum stelpum sem hafa orðið góðar vinkonur mínar.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi vilja ferðast aftur í tímann. Mig hefur dreymt um að upplifa 80’s tímann!
Lífsmottó: Nýttu tímann vel, því hann kemur aldrei aftur.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Ég er ekki búin að ákveða það, en ég veit að ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt.
Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

