Alþjóðadagur Downs heilkennis er í dag, þann 21. mars. Dagsetningin er táknræn, hún vísar til þess að Downs heilkennið er orsakað af auka litning í litningapari 21, það eru þrjú eintök af litning 21 – 21.03. Selfyssingurinn Katla Sif Ægisdóttir hefur komið víða fram í viðtölum til þess að fræða fólk um Downs heilkennið. Hún er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Katla Sif Ægisdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 9. desember 2000 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Er einstæð. Næst elst af fimm systkinum. Bý í sjálfstæðri búsetu ásamt vinkonu minni, Önnu Sigurveigu.
Hverra manna ertu: Dóttir Írisar Grétarsdóttur og Ægis Sigurðssonar.
Menntun: Útskrifaðist af starfsbraut F.Su. 2020.
Atvinna: Starfsmaður á VISS á Selfossi.
Besta bók sem þú hefur lesið: Fíasól.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Greys Anatomy.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Frozen 2.
Te eða kaffi: Te.
Uppáhalds árstími: Desember og Downs dagurinn.
Besta líkamsræktin: Sund.
Hvaða rétt ertu best að elda: Grillaðar samlokur.
Við hvað ertu hrædd: Ísbirni og hákarla.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Misjafnt.
Hvað gerir þú til að slaka á: Les Reykjadalsbækurnar mínar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Ég á líf með Eyþóri Inga.
Besta lyktin: Lavender.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að ryksuga.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Hjálpa öðrum.
Nátthrafn eða morgunhani: Nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Reykjadalur í Mosó
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Köngulær.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Að prumpa í bíó.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Kokkur.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Ég væri frægur söngvari og myndi taka þátt í Eurovision.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook, stundum Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég vil að allir fái að vera eins og þeir eru.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég prjóna borðtuskur.
Mesta afrek í lífinu: Að hafa tekið þátt í Special Olympics og unnið gull í skriðsundi.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Alltaf aftur í Reykjadal í Mosó.
Lífsmottó: Njóta lífsins.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Fara norður á skíði.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinÞrjú sæmd starfsmerki UMFÍ
Næsta greinÁtta kvennalið tóku þátt í héraðsmóti í blaki