Eins og alþjóð veit keppir Daði Freyr Pétursson frá Vörðuholti í Ásahreppi í úrslitum Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins næstkomandi laugardagskvöld með hljómsveitinni Gagnamagninu. Daði og Gagnamagnið hafa haft í nægu að snúast síðustu daga við að undirbúa úrslitakvöldið en laginu Think About Things er spáð góðu gengi og hefur það vakið mikla athygli úti í hinum stóra Eurovision-heimi. Sunnlenska.is sendir Daða og Gagnamagninu baráttukveðjur.

Fullt nafn: Daði Freyr Pétursson.
Fæðingardagur, ár og staður: 30. júní 1992 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur og við eigum dótturina Áróru Björgu, sem er að verða eins árs.
Menntun: Stúdent af félagsfræðibraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og BA gráða í tónlistarsköpun og hljóðverkfræði úr dBs Berlin.
Atvinna: Tónlistarmaður.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég hef ekki lesið bók í fleiri ár, en ég las samt allar Harry Potter bækurnar einu sinni.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: Survivor, það er ekki til betra sjónvarp.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ég horfi lítið á bíómyndir aftur og aftur núna en sem gat ég horft endalaust á Mulan og School of Rock.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumar, ekki spurning.
Besta líkamsræktin: Sund.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Hamborgara hugsa ég, ég er frekar basic í eldhúsinu.
Við hvað ertu hræddur: Allskonar.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Það fer eftir því hvort ég sé að vakna með Áróru eða ekki, á milli 8 og 11.
Hvað gerir þú til að slaka á: Spila Rocket League á Nintendo Switch eða skoða YouTube myndbönd, stundum bæði í einu.
Hvað finnst þér vanmetið: Survivor.
En ofmetið: Bílar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Invaders Must Die með Prodigy.
Besta lyktin: Rúðupiss.
Bað eða sturta: Við vorum að flytja í nýja íbúð í Berlín sem er með baði, það er voða notalegt, en ég fer nú oftar í sturtu samt.
Leiðinlegasta húsverkið: Ryksuga og skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekkert sérstakt kemur upp í hugann.
Nátthrafn eða morgunhani: 100% nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Flatey á Breiðafirði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fólk sem er í vondu skapi og lætur það bitna á fólkinu í kringum sig.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Man ekki eftir neinu í fljótu bragði, ég verð yfirleitt ekkert mjög vandræðalegur. Á reyndar erfitt með að muna nöfn á fólki svo ég lendi oft í vandræðum vegna þess, en ekkert stórvægilegt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Teiknari hjá Disney.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Árný og Áróra, þær eru hilarious.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Árný, hún á svo flottan karl.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook messenger.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég heldur betur gera allskonar. Eyða hatri.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er gold 3 í Rocket League.
Mesta afrek í lífinu: Eignast barn.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Eins og er vil ég bara vera þar sem ég er núna.
Lífsmottó: Bara vera eins mikið í góðu skapi og ég mögulega get.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Keppa í Söngvakeppninni og vera í stuði.

Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinGul viðvörun: Vindstrengir og ófærð
Næsta greinAppelsínugul viðvörun: Stórhríð og skafrenningur