Á dögunum brautskráðust 43 stúdentar frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Dúx nýstúdenta var Sara Rosida Guðmundsdóttir frá Leyni 1 í Biskupstungum með einkunnina 8,99. Sara hlaut viðurkenningar fyrir lokaverkefni sitt meðal annars en einnig hlaut hún Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Sara er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Sara Rosida Guðmundsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Ég fæddist þann 16. júlí árið 2005 heima hjá mér í Leyni 1 á Böðmóðsstöðum. Ég hef búið þar meira og minna alla mína ævi.
Fjölskylduhagir: Ég bý með foreldrum mínum á garðyrkjubænum Leynir 1 á Böðmóðsstöðum. Svo á ég þrjá eldri hálfbræður sem búa allir í bænum.
Hverra manna ertu: Pabbi minn heitir Guðmundur Óli Ingimundarson, hann er fæddur og uppalinn á Böðmóðsstöðum. Mamma mín heitir Roswitha Maria Hammermüller og hún kemur upprunalega frá Leipzig í Þýskalandi.
Menntun: Ég var að útskrifast með stúdentspróf af náttúrufræðibraut í Menntaskólanum að Laugarvatni.
Atvinna: Ég byrjaði mjög ung að vinna fyrir pabba minn á Garðyrkjustöðinni Leyni. Ég er búin að vinna þar í mörg ár en fyrir hálfu ári byrjaði ég að vinna á veitingastaðnum og ísbúðinni í Efsta-Dal og vinn þar enn.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég er nú ekki rosalega mikill lestrarhestur en ég held að ein af uppáhalds bókunum mínum verði að vera Allt eða ekkert eftir Nicola Yoon.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Úff… það eru alveg nokkrir í uppáhaldi en ég held að Money Heist sé efst á listanum.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Breakfast Club hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég get horft á hana aftur og aftur og ég fæ aldrei nóg af henni.
Te eða kaffi: Ég er farin að vera rosa hrifin af kaffi, það er fátt betra en heitur kaffibolli á morgnana.
Uppáhalds árstími: Ég er rosa hrifin af vorinu, þá fer allt að verða grænt og fallegt eftir veturinn. Svo elska ég þegar það er aftur hægt að fara út á bolnum.
Besta líkamsræktin: Ég er rosa hrifin að lyftingum, það er mjög gott að fara í ræktina og lyfta þungum lóðum í 1-2 klukkutíma.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ég elska að búa mér til pasta með tómatsósu með steiktum hvítlauk og lauk. Einfalt en klikkar aldrei.
Við hvað ertu hrædd: Ég er rosa hrædd við það að það komi eitthvað slæmt fyrir nánasta fólkið mitt eða að þau veikist illa.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Það er mjög mismunandi, það fer alveg eftir því hvenær ég átti að mæta í tíma eða á að mæta í vinnuna. Því miður er ég góð í því að fresta því að fara á fætur þannig að þegar eg var í ML vaknaði eg stundum bara nokkrum mínútum fyrir tíma og hljóp niður.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég elska að hlusta á tónlist, ég gæti örugglega ekki lifað án tónlistar. Þannig að ég elska að keyra um á bílnum mínum og hækka tónlistina í botn.
Hvað finnst þér vanmetið: Mér finnst vanmetið að sitja í þögn með einhverjum sem þér þykir vænt um.
En ofmetið: Mér finnst Starbucks vera ofmetið.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Ég held að það sé Carry On Wayward Son eftir Kansas, það klikkar aldrei.
Besta lyktin: Besta lyktin er örugglega lyktin af hárnæringunni minni, hún er svo góð.
Bað eða sturta: Sturta, ég hef næstum enga þolinmæði í það að fara í bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Úff… það hlýtur að vera að þrífa klósett, ég er til í að gera hvað sem til að sleppa við að þrífa klósett.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki hafa miklar áhyggjur af því að aðrir séu að dæma þig, það eru allir bara að pæla í sjálfum sér.
Nátthrafn eða morgunhani: Ég er rosalegur nátthrafn, ég er alls ekki hrifin af því að vakna á morgnana.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það hlýtur að vera ströndin sem er rétt hjá húsinu okkar í Þýskalandi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Mér finnst mjög pirrandi þegar fólk fer með skítuga sokka upp í rúm.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég fór einu sinni í búð til að kaupa hluti sem mig vantaði, en þegar ég var í búðinni tók fólkið sem var að vinna þar greinilega ekki eftir mér og þau byrjuðu bara að loka búðinni og slökkva öll ljósin. En ég komst út sem betur fer.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Þegar ég var yngri langaði mig alltaf til að vera flugfreyja en svo þegar ég var í sirka 5. bekk langaði þig að verða arkitekt og ég stefni ennþá á það í dag.
Fyndnasta manneskja sem þu veist um: Pabbi minn, við erum með mjög svipaðan húmor.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver væri það: Það væri örugglega Rihanna, hún er bara svo frábær kona.
Hvaða samfélagsmiðil notarðu mest: Snapchat. Ég nota Snapchat rosalega mikið.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi stoppa öll þessi stríð á núll einni.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég átti að vera tvíburi, það var annað fóstur farið að vaxa í leginu en það náði því miður ekki að lifa af.
Mesta afrek í lífinu: Ég held að það sé líkanið af Menntaskólanum að Laugarvatni sem ég gerði í lokaverkefnisáfanganum.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann: Ég myndi vilja hitta pabba minn sem ungling. Bara til að spjalla aðeins.
Lífsmottó: Gerðu það sem gerir þig hamingjusama.
Hvað ætlar þú er gera um næstu helgi: Ég mun vera nýkomin frá Mexico og New York, þannig að ég mun örugglega taka úr töskunum og fara að vinna.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinKonurnar á Eyrarbakka
Næsta greinGuðmunda reyndist gömlu félögunum erfið