Kristín Scheving, myndlistarkona á Eyrarbakka, var á dögunum ráðin safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Hún tók við starfinu þann 1. febrúar síðastliðinn af Ingu Jónsdóttir, sem lætur nú af störfum eftir rúmlega tólf ár við safnið. Kristín hefur komið víða við á sínum ferli en síðustu sex ár hefur hún búið með fjölskyldu sinni á Eyrarbakka og unir hag sínum vel þar.

Fullt nafn: Kristín Scheving.
Fæðingardagur, ár og staður: 9. mars 1973 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Gift Maximillian Riley og á fjóra stráka, Sölva, Mána, Loga og Huga.
Menntun: MA í Media Arts og BA í sjónlistum frá Manchester Metropolitan University. Þar áður menntaði ég mig í Frakklandi, í myndlist.
Atvinna: Safnstjóri Listasafns Árnesinga.
Besta bók sem þú hefur lesið: Úff… erfitt að svara, en ofarlega á listanum er Jarðnæði eftir Oddnýju Eir, svo er ég mjög hrifin af bókunum hennar Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Ég er líka hrifin af Ian McEwan.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Get varla nefnt neitt sérstakt en ég var hrifin af Vinyl, seríu sem áttu að gerast í NY á árunum 1968-1970 og það kom bara út ein sería. Áhuginn kom til vegna þess að ég var þá að vinna með konu sem upplifði þessa tíma og var tengd fólki sem þarna kom fyrir.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Allt eftir David Lynch.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Sumar.
Besta líkamsræktin: Jóga og dans.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ég er eiginlega búin að missa öll völd í eldhúsinu, sem er frábært… en er best að steikja flatkökur úti á hellu.
Við hvað ertu hrædd: Ég get hrokkið í kút við að sjá ýmsar pöddur.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Sirka 7:00.
Hvað gerir þú til að slaka á: Hlusta á tónlist og mála.
Hvað finnst þér vanmetið: Að rækta garðinn sinn.
En ofmetið: Að vera ríkur af peningum.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Selfoss með GusGus.
Besta lyktin: Fyrir utan lyktina af börnunum mínum þá helst eucalyptus.
Bað eða sturta: Bað.
Leiðinlegasta húsverkið: Allt jafn leiðinlegt.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að gera mitt besta í að vera betri manneskja í dag en í gær.
Nátthrafn eða morgunhani: Blanda.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Eyrarbakki.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Hroki.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það eina sem kemur upp í hugann er að hlaupa hjá Hlemmi að ná í strætó, með blússuna opna eftir jazzballet þegar að ég var sirka 15 ára.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Myndlistarmaður eða þyrluflugmaður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Íris Lind Sævarsdóttir, hún er eiginlega bara sú eina í heiminum sem hefur næstum því tekist að drepa mig úr hlátri.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Mig langar ekki að vera neinn annar, en kannski að fá að vera Búdda? Það væri eitthvað – maður fengi örugglega svör við mörgum spurningum.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Er persónulegu í fríi frá samfélagsmiðlum en nota þá í vinnunni, þá aðallega Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi útrýma misjöfnuði og fátækt.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég er fáránlega lyktnæm.
Mesta afrek í lífinu: Að eignast strákana mína og að læra frönsku.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi ferðast til Parísar og vera þar í kringum Belle Époque tímabilið í kringum aldamótin 1900.
Lífsmottó: Að finna fyrir gleði og þakklæti.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Fara á japanska origamismiðju í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, með strákana mína.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinHellisheiði og Þrengsli lokuð – Allt stopp í Mýrdalnum
Næsta greinFeikna sterkur fjórgangur í Suðurlandsdeildinni