Á næstu dögum mun kaffihúsið Konungskaffi opna í Konungshúsinu í miðbæ Selfoss. Sunna Mjöll Caird og Ísak Eldjárn Tómasson sjá um daglegan rekstur kaffihússins. Þrátt fyrir ungan aldur eru þau bæði miklir reynsluboltar úr veitingageiranum en Ísak hefur meðal annars staðið vaktina í eldhúsinu á Kaffi Krús frá 14 ára aldri. Ísak er Sunnlendingur vikunnar.

Fullt nafn: Ísak Eldjárn Tómasson.
Fæðingardagur, ár og staður: 6. ágúst 1995, fæddur og uppalinn á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Á kærustu, en kalla hana alltaf konuna mína.
Atvinna: Ég og Sunna Mjöll Caird Albertsdóttir munum opna Konungskaffi núna á næstu dögum í miðbæ Selfoss. Mjög spennandi verkefni.
Besta bók sem þú hefur lesið: The Subtle Art Of Not Giving A Fuck eftir Mark Manson. Sjálfshjálparbók.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Seinfeld eða The Office. Get ekki valið á milli.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Heat með Al Pacino og Robert De Niro í aðalhlutverki.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Verð að segja sumarið sem Íslendingur, er það ekki?
Besta líkamsræktin: Spila fótbolta.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Hef eldað síðan ég var 14 ára gamall á Kaffi Krús. Geri hrikalega gott chicken Alfredo pasta.
Við hvað ertu hræddur: Lífshræddur við kóngulær. Tráma í æsku í utanlandsferð með Tómasi Þóroddsyni, föður mínum.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Oftast vaknaður fyrir klukkan 8:00, eins og pabbi.
Hvað gerir þú til að slaka á: Hlusta á Bubba.
Hvað finnst þér vanmetið: Crème brûlée.
En ofmetið: Djammið á gamlárskvöld.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Foxtrot með Bubba.
Besta lyktin: Lyktin af glænýjum bíl og nýbakaðar smákökur. Og svo er jólalyktin hjá mömmu ótrúleg.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Ganga frá fötum eða skúra.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki taka neinu persónulega.
Nátthrafn eða morgunhani: Bæði myndi ég segja.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Fillipseyjar. Allt svo ótrúlega fallegt þar. Svo finnst mér Ítalía einnig frábært land.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Hroki.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Ég hef lent í nokkrum neyðarlegum atvikum í gegnum tíðina en hinsvegar þá datt ég í sjóinn á fimmtudegi á Þjóðhátíð í Eyjum 2015 eða 16. Helgin var ekkert frábær eftir það. Var spurður af svona 6 þúsund manns hvort ég hafi í alvörunni dottið í sjóinn. Sem betur fer sáu einungis þrír vinir mínir þetta og í dag er þetta orðið einhverskonar mítu.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Atvinnumaður í fótbolta. Það heppnaðist ekki. Svo hef ég alltaf haft áhuga á tísku.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Sveppi og Hjörvar Hafliða.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Thierry Henry. Mikil fyrirmynd í mínu lífi.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Ég myndi bara ekki vilja vera alvaldur.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Horfi grimmt á raunveruleikaþætti eins og Love Island og fleiri ástarþætti. Vinir mínir hafa sagt að ég sé ástsjúkur.
Mesta afrek í lífinu: Að hafa sett áfengið á hilluna. Fer að detta í tvö ár.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara fram í tímann, svona 30 ár. Sjá hvort Elon Musk sé kominn til Mars.
Lífsmottó: Ekki pæla of mikið í hlutunum. Allt gerist af ástæðu.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Vonandi að opna nýja kaffihúsið, Konungskaffi.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinFramtíð Hamarshallarinnar
Næsta greinHáspenna þegar Þórsarar fóru í undanúrslit