Selfyssingurinn Stefán Orlandi varð á dögunum Íslandsmeistari í mótorhjólakappakstri. Stefán sigraði í öllum þremur umferðum Íslandsmótsins og vann öruggan sigur á Íslandsmótinu með 145 stig. Hann setti nokkur brautarmet í keppnum sumarsins og lauk meðal annars sumrinu á brautinni í Hafnarfirði á nýju brautarmeti, 1:23,114 mín.

Fullt nafn: Stefán Óskar Orlandi.
Fæðingardagur, ár og staður: 13. janúar 1984 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Álfheiði Guðjónsdóttir, ásamt tveimur sonum.
Menntun: Grunnskólamenntun og hálfkláraður framhaldsskóli.
Atvinna: Smíða hjá Byggingafélaginu Farsæll.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ævintýradalurinn eftir Enid Blyton.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Teiknimyndirnar Skot á mark.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Armageddon og hin franska TAXI, þ.e.a.s fyrsta myndin.
Te eða kaffi: Bæði, fer eftir framboði og dagsformi.
Uppáhalds árstími: Gott sumar.
Besta líkamsræktin: Mótorhjólakappakstur.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Spaghetti all´Arrabbiata.
Við hvað ertu hræddur: Græðgi mannskepnunnar.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Á slaginu 7:59.
Hvað gerir þú til að slaka á: Chilla inní bílskúr, hlusta á tónlist og klappa hjólinu. Svo er gott að fara líka á rúntinn.
Hvað finnst þér vanmetið: Tónlist fyrir lengra komna, þ.e.a.s tónlist sem finnst ekkert endilega í megin straumnum.
En ofmetið: Peningar og völd.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Simple Tuesday (AFFKT Remix) með GusGus.
Besta lyktin: Nokkrar góðar lyktir koma í huga. Aspar lykt á rigningardegi, lyktin af sjóðandi heitu kappaksturdekki og lyktin þegar grillað er með
viðarkubbum.
Bað eða sturta: Bæði, við mismunandi tilefni.
Leiðinlegasta húsverkið: Leirtaus-stúss.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að borða ekki gulan snjó.
Nátthrafn eða morgunhani: Alls ekki morgunhani, þannig frekar nátthrafn.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Scurcola Marsicana í Abruzzo héraðinu á Ítalíu. Þar sem ættaróðalið stendur.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Eiginhagsmunaseggir.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Allir þessir Fifa leikir sem maður hefur tapað í gegnum tíðina fyrir misslæmum spilurum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Stjörnufræðingur eða arkitekt.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Úff, það eru margir spaugilegir. Ætla að nefna Mr. Bean og Chevy Chase nostalgíunar vegna
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Valentino Rossi, margfaldur heimsmeistari í mótorhjólakappakstri. Og þá bara til að vita hvernig það er að keyra mótorhjól á þessu heimsklassa leveli.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Allir fengju frí og allar kreditkortafærslur þann daginn yrðu felldar niður.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég var í æfingarhóp unglingalandsliðs Íslands í borðtennis.
Mesta afrek í lífinu: Það eru synir mínir tveir. Magnað afrek það.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég væri til í að fara aftur um 200 milljón ár þegar risaeðlur gengu um jörðina. Held að það væri mögnuð upplifun að sjá þau herlegheit.
Lífsmottó: Bara njóta þess að vera til á meðan maður getur.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Horfa á MotoGP í Japan og halda barnaafmæli.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinEftirsóttar lóðir fyrir verslun og þjónustu á Flúðum
Næsta greinÖruggur sigur í fyrsta heimaleiknum