Almar Óli Atlason frá Hvolsvelli hefur heldur betur náð góðum námsárangri í Fjölbrautaskóla Suðurlands á undanförnum misserum. Þegar hann lauk námi í vélvirkjun síðasta vor var hann semi-dúx skólans og fékk viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í vélvirkjun. Hann bætti svo um betur þegar hann brautskráðist sem stúdent fyrir jól og dúxaði. Við báðar brautskráningarnar fékk hann viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu.

Fullt nafn: Almar Óli Atlason.
Fæðingardagur, ár og staður: Fæddur 19. júní 1999 á HSU á Selfossi.
Fjölskylduhagir: Ég er í sambandi með Sigurlín Franzisku Arnarsdóttur frá Herríðarhóli.
Menntun: Stúdent og vélvirki frá Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Atvinna: Vélvirki hjá Vélsmiðju Suðurlands.
Besta bók sem þú hefur lesið: Brennu-Njálssaga.
Uppáhalds sjóvarpsþáttur: Spaugstofan.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Dumb and Dumber 1.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Vorið er alltaf skemmtilegur tími þegar gróðurinn byrjar að lifna og farfuglarnir koma til landsins.
Besta líkamsræktin: Að ganga á fjöll í góðum félagsskap.
Hvaða rétt ertu bestur að elda: Bolognese frá 1944 klikkar seint.
Við hvað ertu hræddur: Bruna.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 6:15.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég slaka best á þegar ég sef á nóttunni.
Hvað finnst þér vanmetið: Hreinlæti og snyrtimennska.
En ofmetið: Mackintosh-konfekt og flugeldar.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Forest Fire með norsku hljómsveitinni a-ha.
Besta lyktin: Er af nýoltinni torfu í plógstreng.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að brjóta saman þvott.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Besta vinnan er sú sem fær þig til að gleyma því að þú ert að vinna.
Nátthrafn eða morgunhani:Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Eyjafjöllin heilla enda eru þar æskuslóðir mínar.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Túristar sem eru fyrir í umferðinni.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Að detta ofan í skurð í girðingarvinnu með pabba og koma gulur heim.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Frá unga aldri var ég alltaf að smíða eitthvað og ætli ég hafi ekki verið búinn að ákveða það um 5 ára aldur að verða stálsmiður.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Ari Eldjárn.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá (og afhverju): Ég vil helst ekki vera neinn annar en ég er.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég banna innflutning á hráu kjöti til Íslands.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Ég hef áhuga á fornleifarannsóknum og safna ýmsum minjum frá fyrri tíð.
Mesta afrek í lífinu: Hingað til er það að dúxa við brautskráningu en það kom skemmtilega á óvart.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ég myndi fara aftur í tímann og upplifa tæknibyltinguna þegar vélarnar tóku við af mannshöndinni.
Lífsmottó: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Ég ætla að vinna við smíðar á hesthúsinnréttingum.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinKaritas semur til tveggja ára
Næsta greinStór skjálfti vakti Sunnlendinga