Það er nóg að gera hjá Auði I. Ottesen á Selfossi þessa dagana því hún er að undirbúa sumarhátíðina Sumar 2020 – Stefnumót við Múlatorg sem fram fer næsta laugardag. Á hátíðinni er boðið uppá lifandi tónlist, fræðslu og sýningar og markað með heimilisvörum, handverki og listmunum. Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn og stendur yfir frá kl 11-17 og hefur hún ætíð verið lífleg og gestir skemmt sér vel.

Fullt nafn: Auður Ingibjörg Ottesen.
Fæðingardagur, ár og staður: 27. apríl 1956 í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Gift Páli Jökli Péturssyni, sonur Mörður G. Ottesen og dóttir hans er Sólhildur Sonja. Stjúpbörnin Áslaug, Guðni Páll og Fríða. Barnabörnin Haukur Bragi, Ármann Páll, Birkir Páll og litla Heiða.
Menntun: Garðyrkjufræðingur, húsgagna- og húsasmiður.
Atvinna: Framkvæmdastjóri Sumarhússins og garðsins.
Besta bók sem þú hefur lesið: MOMO.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Mín frábæra vinkona, ítalskir þættir sem eru áhugaverðir.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ítalska myndin Le ball.
Te eða kaffi: Kaffi.
Uppáhalds árstími: Vor – sumar – haust.
Besta líkamsræktin: Hreyfingin við garðyrkjustörfin í garðinum.
Hvaða rétt ertu best að elda: Ungverska gúllassúpu.
Við hvað ertu hrædd: Mýs.
Klukkan hvað ferðu á fætur: 6-7 á morgnana.
Hvað gerir þú til að slaka á: Þegar ég er að stússa í gróðurhúsinu og hlusta á klassíska
tónlist á Gufunni.
Hvað finnst þér vanmetið: Sannleikur og heiðarleiki.
En ofmetið: Stjórnarskráin gamla, við þurfum nýja – strax. Blaður og bull sem fólk leggur trú á. Auk þess eru greiningar ofmetnar, verið er að draga fólk í dilka og flokka. Mér finnst það fremur klént.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Bohemian Rhapsody sungið af Freddie Mercury.
Besta lyktin: Blómaangan kínasýrenunnar minnar.
Bað eða sturta: Sturta.
Leiðinlegasta húsverkið: Að ryksuga.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vatnajökull og Vestfirðir eins og þeir leggja sig
koma fyrst upp í hugann.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Dómgreindarleysi og meinfýsni.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Það er of neyðarlegt til að geta sagt frá því!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Félagsráðgjafi.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Nágranni minn í æsku; Sigmar Óttarsson og Sólhildur systir mín.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Höfundur Njálu, því mig langar til að vita hver skrifaði hana.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Myndi ég lægja öldurnar.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Vona að það sé ótalmargt. Ég vil eiga leyndarmál. Margir hvá þegar þeir fregna að ég hafi verið nemi í trébátasmíði.
Mesta afrek í lífinu: Ég var afar stolt af því að bjarga elsta húsi Hveragerðisbæjar frá eyðileggingu og gera það upp.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Að upphafi tímans.
Lífsmottó: Vera heiðarleg, trú sjálfri mér og njóta lífsins.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Njóta þess að taka á móti gestum á Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins.


Sendu okkur tilnefningu um Sunnlending vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSelfyssingar fyrstir til að sigra toppliðið
Næsta greinEinstök samsýning og samvinna Möru og Páls Jökuls