Alexandra Eir Grétarsdóttir frá Stokkseyri varð á dögunum klúbbmeistari kvenna á Meistaramóti Golfklúbbs Selfoss. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað Alexandra getur bara notað vinstri höndina við golfiðkun þar sem taugakerfið í hægri höndinni bregst ekki eðlilega við áreiti og veldur það verkjum og bólgu í höndinni. Alexandra Eir sigraði því á mótinu með einni hendi og geri aðrir betur!

Fullt nafn: Alexandra Eir Grétarsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: 16. desember 1997 og alin upp á Stokkseyri.
Fjölskylduhagir: Foreldrar mínir heita Grétar Hörður Sigurgíslason og Elfa Sandra Elfarsdóttir og síðan á ég eina yngri systur, Petru Lind Grétarsdóttur.
Menntun: Er að hefja þriðja árið í sjúkraþjálfunarfræði eftir sumarið.
Atvinna: Er að vinna í sumar hjá Mjólkursamsölunni.
Besta bók sem þú hefur lesið: Hef lesið lítið annað en skólabækur síðustu ár þannig verð bara að segja að áreynslulífeðlisfræðibókin sé í miklu uppáhaldi, en minnir nú að bækurnar um Fíusól og Emil í Kattholti hafi verið númer eitt þegar ég var yngri.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er mikið að vinna með Grey’s Anatomy og The Rookie.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Finnst alltaf jafn gaman að horfa á Happy Gilmore, Dumb and Dumber, Sódóma Reykjavík og Stellu í orlofi.
Te eða kaffi: Drekk hvorugt og hef gert margar heiðarlegar tilraunir við að drekka þetta en ef ég þyrfti að velja þá yrði te fyrir valinu.
Uppáhalds árstími: Sumarið er í miklu uppáhaldi því þá kemst maður út að spila golf þ.e.a.s. ef veðrið er skikkanlegt.
Besta líkamsræktin: Golf, ketilbjöllur og lyftingar.
Hvaða rétt ertu best að elda: Er rosaleg þegar kemur að því að búa til kjúklinga/eggja núðlur.
Við hvað ertu hrædd: Köngulær.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Á virkum dögum í kringum 5:30 til þess að skella mér í ræktina áður en ég fer út í daginn en um helgar vakna ég nú yfirleitt í kringum 10.
Hvað gerir þú til að slaka á: Finnst best að horfa á einhverja góða þætti í sjónvarpinu eða fara út að hjóla með podcast.
Hvað finnst þér vanmetið: Tannþráður.
En ofmetið: Bearnaisesósa.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: I’m So Excited.
Besta lyktin: Er klárlega þegar það er nýbúið að slá grasið í byrjun sumars.
Bað eða sturta: Sturta allan daginn hef ekki þolinmæði til að liggja í baði.
Leiðinlegasta húsverkið: Verð að segja þurrka af.
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Ekki gefast upp þó þér mistakist, notaðu frekar mistökin til læra og reyndu að nýta þér það í næstu tilraun.
Nátthrafn eða morgunhani: Morgunhani.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þjórsárdalur og að horfa yfir Manhattan af efstu hæð í Empire State.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fátt sem fer meira í taugarnar á mér en óskipulag og óstundvísi. En svo koma líka óþarfa hljóð eins og smjatt sterk inn.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Úff, það eru svo mörg atvik en ætli það sé ekki þegar ég sló upphafshögg á fyrsta teig á Selfossi þegar ég var í kringum þrettán ára, sem gekk ekki betur en það að kúlan endaði í rúðunni á golfskálanum sem var bak við teiginn og fólkinu inni í húsi dauðbrá.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Ætlaði að vera lögga eða kennari.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Get ekki valið, þekki svo mikið af meisturum.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Væri til í að vera Michelle Obama því hún er skemmtileg týpa og gefur mikið af sér. Síðan væri ég líka til að prófa að vera Tiger Woods (að undanskildu einkalífi hans) því hann hefur gert svo mikið fyrir golfíþróttina.
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Er mest að vinna með Snapchat og Instagram.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Þá myndi ég vilja gera heilmikið eins og að allir hefðu nægan pening og aðgang að húsnæði, fæðu, menntun og tómstundum.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Það er ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann.
Mesta afrek í lífinu: Held ég eigi eftir mesta/stærsta afrekið í lífinu en hingað til myndi ég segja að það væri að vinna Íslandsmeistaratitil í íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri og síðan var ansi sætt að vinna klúbbmeistaratitilinn í ár eftir bras síðustu ára.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Myndi vilja fara sirka 100 ár fram í tímann til að sjá hvernig heimurinn og fjölskyldan þróast.
Lífsmottó: Keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Þannig markmiðið er að gera alltaf eins vel og ég get og reyni að bæta veikleika svo niðurstaða „verkefnisins“ verði sem best.
Hvað ætlar þú að gera um næstu helgi: Taka þátt í Íslandsmóti golfklúbba í Grundarfirði.


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinSunnlenskir fánaberar á setningarhátíðinni
Næsta greinHvað skiptir máli fyrir þau?