Menningarmánuðurinn október hófst hjá Sveitarfélaginu Árborg síðastliðinn miðvikudag. Myndlistarfélag Árnesinga verður með sýningaropnun á Gallerý gangur á morgun, laugardag, auk þess að vera með ýmsa viðburði í mánuðinum. Formaður félagsins er Berglind Björgvinsdóttir en hún einnig konan á bak við grósku- og sköpunarmiðstöðina Skrúfuna sem var lengi staðsett á Eyrarbakka.

Fullt nafn: Berglind Björgvinsdóttir.
Fæðingardagur, ár og staður: Fædd þann 30. júní 1990 á Landspítalanum í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Bý með manninum mínum og börnunum okkar þremur.
Hverra manna ertu: Foreldrar mínir eru Björk og Björgvin, yndislegir foreldrar! Ég ólst upp í Garðabænum, frábær æska.
Menntun: Úff ég er með mjög mikla lífsreynslu og menntun í lífinu sjálfu. Annars fór ég í Hofsstaðaskóla svo í Garðaskóla og þaðan í FG. Ég hef svo lært leikskólaliða og stuðningsfulltrúa. Ég hef tekið ótal mörg námskeið í myndlist og er alltaf að læra meira. Var líka í tónlistarnámi þegar ég var yngri, lærði á píanó og söng en svo er ég sjálflærð á gítar.
Atvinna: Ég er eigandi BBart.is og Skrúfunnar og er ég er formaður Myndlistarfélags Árnessýslu.
Besta bók sem þú hefur lesið: Ég les ekki mikið af bókum, ég hlusta meira á hljóðbækur og hlaðvörp. En mér finnst svona lífstílsbækur eða fræðibækur skemmtilegar eins og bókin hans Sölva Tryggvasonar, Á eigin skinni. Finnst ég læra margt um sjálfan mig þegar ég les eða hlusta á slíkar bækur. Svo það er engin ein uppáhaldsbók, þær eru margar góðar.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Elska að kúra undir teppi og get horft á ansi margt sama hvað það er. Það er enginn svona uppáhalds.
Hvaða bíómynd getur þú horft á aftur og aftur: Ég horfi yfirleitt bara á bíómyndir einu sinni, hef ekki tíma í að horfa aftur og aftur á þær.
Te eða kaffi: Hef alltaf verið mikil kaffi manneskja en ég drekk líka te. Finnst gott að fá mér te með smá hunangi. Það jafnast ekkert á við heitan tebolla undir teppi með kertaljós.
Uppáhalds árstími: Elska alla árstímana, er mjög jákvæð og sé alltaf það jákvæða í öllu. Sumarið er gott út af veðrinu. Veturinn er góður því þá er hægt að skíða og njóta þess að leika í snjónum. Það er svona extra kósý árstími og þá eru líka jólin – ég elska jólin. Haustið er notalegt því þá er allt notalegt og þá er hrekkjavakan en ég elska hrekkjavökuna mjög mikið. Vorið er frábært því þá er svona allt að verða svo fallegt úti, blómin byrja að spretta og svo stutt í sumarið.
Besta líkamsræktin: Ég er svona styrktaraðili World Class, en ég æfði handbolta mjög lengi. Það er skemmtilegasta og besta líkamsræktin.
Hvaða rétt ertu best að elda: Nautakjöt, án efa.
Við hvað ertu hrædd: Ég er lofthrædd, ég á meira að segja erfitt að keyra niður Kambana.
Klukkan hvað ferðu á fætur: Klukkan korter í sjö eða sjö.
Hvað gerir þú til að slaka á: Ég kann ekki að slaka á. Bara alls ekki!
Hvað finnst þér vanmetið: Myndlist og menning! Ég meina myndlist er æði!
En ofmetið: Tenerife! Nei, nei… það er það ekkert, finnst alltaf gaman að heyra af því þegar fólk er of peppað fyrir einhverju ákveðnu.
Hvaða lag kemur þér alltaf í stuð: Eiginlega öll 90’s tónlistin. En Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Jökull í Kaleo eru svona smá uppáhalds.
Besta lyktin: Jólasmákökurnar hennar mömmu, þá eru jólin komin.
Bað eða sturta: Sturta en bað til að slaka á, allan daginn. En ég kann samt ekki að slaka á.
Leiðinlegasta húsverkið: Taka úr uppþvottavélinni. Ekki spurning!
Besta ráð sem þér hefur verið gefið: Að hafa jákvæðni og gleði að leiðarljósi í lífinu, þá er allt betra!
Nátthrafn eða morgunhani: Ég er bæði nátthrafn og morgunhani. Elska að vaka frameftir, sérstaklega þá er ég oftast ein eða með manninum mínum. En svo vakna ég alltaf fersk, hress og kát og til í daginn á hverjum morgni. Hef ekki þurft mikinn svefn svo mér finnst ég vera bæði.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ég elska að ferðast og skoða nýja staði. Ísland er mjög fallegt og heima er best en ég fór í tvö cruise í sumar og þar voru ótrúlega margir staðir sem voru fallegir. Corfu í Grikklandi og Kotor í Svartfjallaland stóðu upp úr.
Hvað fer mest í taugarnar á þér: Fólk sem kann ekki að leggja í bílastæði.
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í: Örugglega eitt af þeim skiptum sem ég hef misstígið mig og bara faceplantað fyrir frama fullt af fólki, það er alltaf ákveðinn skellur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Mamma og líka flugfreyja.
Fyndnasta manneskja þú veist um: Rebekka, besta vinkona mín. Hún er svo fyndin.
Ef þú fengir að vera einhver annar í einn dag hver þá: Einhver sem hefur gert stórmerkilegan hlut til að gera heiminn betri!
Hvaða samfélagsmiðil notar þú mest: Instagram og Facebook.
Ef þú værir alvaldur í einn dag: Stoppa öll stríð, gera heiminn að góðum stað til að vera á.
Eitthvað sem fæstir vita um þig: Að ég bjó í Englandi og mér finnst kavíar hrikalega vondur.
Mesta afrek í lífinu: Börnin mín þrjú, án efa.
Ef þú mættir ferðast fram eða aftur í tímann, hvert myndir þú þá fara: Ferðast aftur í tímann til að sjá hvernig píramídarnir voru byggðir.
Lífsmottó: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að náunginn komi fram við þig.
Hvað ætlar þú að gera um helgina: Vera á sýningaropnun hjá Myndlistarfélaginu, laugardaginn klukkan 13:00. Er með tvær myndir á sýningunni og allir eru velkomnir!


Sendu okkur tilnefningu að Sunnlendingi vikunnar á netfrett@sunnlenska.is

Fyrri greinHraða­mynda­vélar teknar í notk­un í þjóðgarðinum
Næsta greinDavíð Ernir til liðs við Athygli