Veisla á vellinum

Þær skvettu Pepsi-inu duglega í leikslok, stelpurnar í kvennaliði Selfoss, sem í gærkvöldi tryggði sér sæti í Pepsideildinni að ári með glæsilegum 6-1 sigri á Keflavík.

Þrátt fyrir rok og sudda var frábær mæting á völlinn og góð stemmning í stúkunni þar sem Smáskjálfti fór fremstur í söng og gleði. Þar voru á ferðinni strákar úr 5. flokki Selfoss.

Myndir frá kvöldinu má sjá í myndasafni hér til hægri.

Attached files