Vallarvígsla á Selfossi

Það var mikið um dýrðir á Selfossvelli sl. fimmtudag þegar nýr knattspyrnuvöllur og stúka voru formlega tekin í notkun.

Fyrir leik hittust heiðursgestir leiksins, meistaraflokkur og 2. flokkur Selfoss árin 1966 og 1967 í Tíbrá og áttu saman góða stund.

Að því loknu fór fram vígsluathöfn áður en flautað var til leiks í leik Selfoss og Keflavíkur.

Menn voru brúnaþungir í leikhléi en fljótlega í síðari hálfleik léttist brúnin á vallargestum sem stigu trylltan dans í lokin.

Myndir frá kvöldinu má sjá í myndasafni hér til hægri.

Attached files

Fyrri greinDeilt um varnargarð Markarfljóts
Næsta greinHvert á að vísa gestunum?