Njálulestur í Hvolsskóla

Sjöunda árið í röð lásu 10. bekkingar í Hvolsskóla Brennu-Njálssögu spjaldanna á milli á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl.

Þórður Helgason dósent í íslensku við kennaradeild Háskóla Íslands var heiðursgestur að þessu sinni og hrósaði hann nemendum sérstaklega fyrir góðan lestur.

Nemendur í 7. bekk lásu Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson auk þess sem yngri nemendur sungu og lásu ljóð eftir Jónas. Einnig lásu nemendur 9. bekkjar ljóð úr eftir Þórð úr bók hans Þar var ég en þar fjallar hann um dvöl sína í Fljótshlíðinni hvert hann var sendur sem ungur drengur.

Barnakór Hvolsskóla og Hringurinn kór eldra borgara í Rangárþingi sungu einnig á hátíðinni.

Gissur Jónsson tók myndirnar í myndasafninu hér til hægri.

Attached files