Myndaveisla: Frábær stemmning á þjóðarleikvanginum

Það var mögnuð stemmning á Laugardalsvellinum síðastliðinn laugardag þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu.

Selfoss hafði yfirhöndina lengst af leik og komst yfir með frábæru marki Donna-Kay Henry í síðari hálfleik en Stjörnukonur svöruðu tvisvar áður en yfir lauk. Bikarinn fór því í Garðabæinn annað árið í röð.

Þrátt fyrir 2-1 tap geta Selfyssingar borið höfðuðið hátt en liðið og stuðningsmenn þess áttu frábæran dag á þjóðarleikvanginum og annað árið í röð var slegið aðsóknarmet á bikarúrslitaleikinn. Áhorfendur voru 2.435 og þar voru Selfyssingar í meirihluta.

Í leikslok klöppuðu Selfyssingar vel og lengi og sungu fyrir liðið sitt áður en haldið var aftur austur fyrir fjall þar sem silfurliðið fékk hlýjar móttökur.

Svipmyndir úr Laugardalnum má sjá hér að neðan.

Allar myndir © Guðmundur Karl

Allar myndir © Guðmundur Karl

Fyrri greinFOSS eykur þjónustu við félagsmenn
Næsta greinCheerioshúðuð dásemd