Eden brennur – MYNDIR

Lögregla telur að eldurinn í Eden hafi komið upp í eldhúsi en mikill eldur var í veitingahlutanum þegar slökkvilið kom á vettvang.

Útkallið barst slökkviliðinu í Hveragerði kl. 0:10 og þá var mikill eldur í veitingahlutanum. Tíu mínútum síðar var eldurinn farinn að festast í verslunarhlutanum. Eldurinn magnaðist gríðarlega hratt eftir það og sýnir klukka í myndavél sunnlenska.is að verslunar og gróðurhlutinn varð alelda á rúmlega einni mínútu.

Húsið, sem er í eigu Sparisjóðsins á Suðurlandi, er brunnið til kaldra kola.

Myndir frá vettvangi eru í myndasafninu hér til hægri.

Attached files

Fyrri greinKom ekki til rýmingar
Næsta greinBæjarstjórinn tilkynnti um eldinn