Ýmsar perlur sem kalla inn jólin

Frá tónleikum í Hlíðarendakirkju í mars sl. Ljósmynd/Aðsend

Þriðjudaginn 18. desember næstkomandi kl. 20:00 verða haldnir jólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð.

Þar flytja þau Sigríður Aðalsteinsdóttir, altsöngkona, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og Guðjón Halldór Óskarsson, orgelleikari ýmsar perlur sem kalla inn jólin. Með þeim taka þátt kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls og Landeyja.

Á efnisskránni er m.a. Aría úr Jólaóratoríunni og Slá þú hjartans hörpustrengi eftir J.S.Bach, Adagio eftir T. Albinoni, Ó helga nótt eftir A. Adam og í lokin sameinast allir og syngja Nóttin var sú ágæt ein.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomir.

Fyrri greinFramkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar að hefjast
Næsta greinSelfoss fær bandarískan framherja