Vortónleikar Kórs FSu

Í kvöld, sunnudagskvöld kl. 20:00, mun Kór FSu halda vortónleika í sal skólans.

Tónleikar þessir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir Parísarferð sem farin verður í ágúst. Þar mun kórinn taka þátt í Paris Music Festival sem er dagana 25.-28. ágúst.

Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500 sem rennur óskiptur í ferðasjóð kórsins.
Allir velkomnir.