„Vorblær“ Rósu í Gallery Listaseli

Rósa Traustadóttir við tvö verka sinna á sýningunni. Ljósmynd/Aðsend

Rósa Traustadóttir er listakona mánaðarins í Gallery Listaseli á Selfossi. Sýning hennar, Vorblær, opnar laugardaginn 6. apríl næstkomandi klukkan 14 og til klukkan 17 og mun listakonan taka á móti gestum.

Rósa sýnir vatnslitamyndir en vatnslitir eiga hug hennar allan. Vatnslitirnar hafa alltaf heillað hana með sínu flæði sjálfstæði og samruna við vatnið og pappírinn.

Rósa hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga en sýningin í Listaseli stendur til 30. maí.

Eitt verka Rósu á sýningunni.
Fyrri greinFyrsta skóflustungan að fimm íbúða raðhúsi Bjargs
Næsta greinHamar fékk deildarmeistarabikarinn afhentan