Voces Veritas í Sólheimakirkju

Voces Veritas leikur og syngur íslensk þjóðlög og miðaldatónlist í Sólheimakirkju í Grímsnesi í dag kl. 14.

Flytjendur eru Vigdís Garðarsdóttir söngkona og Lárus Sigurðsson hljóðfæraleikari ásamt gestum. Bæði hafa þau sinnt tónlistarkennslu á Sólheimum. Voces Veritas gaf út hljómdisk árið 2009.

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

Verslunin Vala, Kaffihúsið Græna kannan og Skóræktastöðin Ölur opið frá 12-18. Listasýning í Ingustofu, útisýningar og ekki gleyma að kíkja á Tröllagarðinn!

Fyrri greinKFR mjakast upp töfluna – Hamar tapaði
Næsta greinÍbúum fækkar við ströndina